Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Má ekki heita Pírati

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir má ekki taka heit­ið Pírati upp sem milli­nafn. Manna­nafna­nefnd bend­ir á að orð­ið er ekki dreg­ið af ís­lensk­um orð­stofni og hef­ur nefni­fallsend­ingu. Því full­yrði það ekki skil­yrð­um laga um manna­nöfn.

Má ekki heita Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur má ekki heita Pírati. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem nýlega hafnaði beiðni hennar um að fá að taka Pírati upp sem millinafn. „Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefnar. „Millinafnið Pírati er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.“ 

Álfheiður er ósátt með niðurstöðuna. „Ég sótti fyrst um að fá að heita Pírati að eftirnafni, en því var hafnað á þeim forsendum að Pírati væri ekki viðurkennt ættarnafn á Íslandi. Í kjölfarið sendi ég inn beiðni um að fá að taka þetta upp sem millinafn en því var líka hafnað,“ segir hún. „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“ Álfheiður segist hafa átt von á því að mannanafnanefnd hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um væri að ræða karlmannsnafn. „Ég var tilbúin með svar við því og ætlaði að benda á að ég upplifi mig að hluta sem karlmann og eðlilegt væri að taka tillit til slíkra sjónarmiða. En það kom ekki til þess.“ 

Hún segist ekki hafa ákveðið hver næstu skref verða. Samkvæmt lögum um mannanöfn verður úrskurðum mannanafnanefndar ekki skotið til æðra stjórnvalds. Þó eru fordæmi fyrir því að dómstólar viðurkenni rétt fólks til að heita tilteknum nöfnum. Í máli Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað var um kvenmannsnafnið Blæ árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að „réttur stefnanda til að bera nafnið Blær [væri] ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“  

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp 10 úrskurði nú í mars. Nefndin hafnaði beiðni um millinafnið Lóni en samþykkti Lóna sem karlkyns eiginnafn. Þá voru eiginnöfnin Tóti, Ýlfa, Bambus, Nancy, Líus, Alparós og Levý samþykkt en millinafninu Strömfjörð hafnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mannanöfn

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár