Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Má ekki heita Pírati

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir má ekki taka heit­ið Pírati upp sem milli­nafn. Manna­nafna­nefnd bend­ir á að orð­ið er ekki dreg­ið af ís­lensk­um orð­stofni og hef­ur nefni­fallsend­ingu. Því full­yrði það ekki skil­yrð­um laga um manna­nöfn.

Má ekki heita Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur má ekki heita Pírati. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem nýlega hafnaði beiðni hennar um að fá að taka Pírati upp sem millinafn. „Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefnar. „Millinafnið Pírati er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.“ 

Álfheiður er ósátt með niðurstöðuna. „Ég sótti fyrst um að fá að heita Pírati að eftirnafni, en því var hafnað á þeim forsendum að Pírati væri ekki viðurkennt ættarnafn á Íslandi. Í kjölfarið sendi ég inn beiðni um að fá að taka þetta upp sem millinafn en því var líka hafnað,“ segir hún. „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“ Álfheiður segist hafa átt von á því að mannanafnanefnd hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um væri að ræða karlmannsnafn. „Ég var tilbúin með svar við því og ætlaði að benda á að ég upplifi mig að hluta sem karlmann og eðlilegt væri að taka tillit til slíkra sjónarmiða. En það kom ekki til þess.“ 

Hún segist ekki hafa ákveðið hver næstu skref verða. Samkvæmt lögum um mannanöfn verður úrskurðum mannanafnanefndar ekki skotið til æðra stjórnvalds. Þó eru fordæmi fyrir því að dómstólar viðurkenni rétt fólks til að heita tilteknum nöfnum. Í máli Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað var um kvenmannsnafnið Blæ árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að „réttur stefnanda til að bera nafnið Blær [væri] ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“  

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp 10 úrskurði nú í mars. Nefndin hafnaði beiðni um millinafnið Lóni en samþykkti Lóna sem karlkyns eiginnafn. Þá voru eiginnöfnin Tóti, Ýlfa, Bambus, Nancy, Líus, Alparós og Levý samþykkt en millinafninu Strömfjörð hafnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mannanöfn

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár