Sá þingmaður á sænska þinginu, Mikael Svensson, sem keyrt hefur mest á eigin bíl kjörtímabilið 2014 til 2018, og hlotið hæstu endurgreiðslurnar frá ríkinu í Svíþjóð, hefur keyrt rúmlega 100 þúsund kílómetrum minna en ökuhæsti þingmaðurinn á Íslandi hefur gert á árunum 2013 til 2017.
Svensson hefur keyrt tæplega 139 þúsund kílómetra á meðan ökuhæsti íslenski þingmaðurinn hefur keyrt rúmlega 245 þúsund kílómetra. Skattfrjálsar endurgreiðslur til Mikael Svensson á tímabilinu nema rúmlega 3,1 milljón króna á meðan skattfrjálsar endurgreiðslur til ökuhæsta íslenska þingmannsins nema rúmlega 24 milljónum króna.
Skattfrjálsar endurgreiðslur til íslenska þingmannsins nema því nærri tífaldri þeirri upphæð sem Mikael Svensson hefur fengið í vasann fyrir að nota eigin bifreið í vinnunni.
Þetta kemur fram þegar upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað 328 sænskra þingmanna á árunum 2014 til 2018 eru bornar saman við þær takmörkuðu upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað þeirra tíu ónafngreindu þingmanna á Alþingi sem mest keyrðu árið 2017. …
Athugasemdir