Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Stund­in fékk upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þing­manna í Sví­þjóð sem var synj­að um á Ís­landi. Sá sænski þing­mað­ur sem keyr­ir mest á eig­in bíl er rétt rúm­lega hálfdrætt­ing­ur öku­hæsta ís­lenska þing­manns­ins. Ís­lensk­ur þing­mað­ur fær þrisvar sinn­um hærri greiðsl­ur en sænsk­ur þing­mað­ur fyr­ir hvern ek­inn kíló­metra.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski
Keyrir tvöfalt meira en ökuhæsti sænski þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson var ökuglaðasti þingmaður landsins 2017. Svíþjóð er rösklega fjórum sinnum stærra en Ísland en íslenskir þingmenn fá þrefalt meira í aksturgjald en sænskir.

Sá þingmaður á sænska þinginu, Mikael Svensson, sem keyrt hefur mest á eigin bíl kjörtímabilið 2014 til 2018, og hlotið hæstu endurgreiðslurnar frá ríkinu í Svíþjóð, hefur  keyrt rúmlega 100 þúsund kílómetrum minna en ökuhæsti þingmaðurinn á Íslandi hefur gert á árunum 2013 til 2017. 

Svensson hefur keyrt tæplega 139 þúsund kílómetra á meðan ökuhæsti íslenski þingmaðurinn hefur keyrt rúmlega 245 þúsund kílómetra. Skattfrjálsar endurgreiðslur til Mikael Svensson á tímabilinu nema rúmlega 3,1 milljón króna á meðan skattfrjálsar endurgreiðslur til ökuhæsta íslenska þingmannsins nema rúmlega 24 milljónum króna.

Skattfrjálsar endurgreiðslur til íslenska þingmannsins nema því nærri tífaldri þeirri upphæð sem Mikael Svensson hefur fengið í vasann fyrir að nota eigin bifreið í vinnunni.

Þetta kemur fram þegar upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað 328 sænskra þingmanna á árunum 2014 til 2018 eru bornar saman við þær takmörkuðu upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað þeirra tíu ónafngreindu þingmanna á Alþingi sem mest keyrðu árið 2017. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár