Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

Stund­in fékk þrenn verð­laun sem veitt voru við há­tíð­lega at­höfn í Hörpu í dag. Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar fékk blaða­manna­verð­laun árs­ins fyr­ir um­fjöll­un um upp­reist æru og ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar var verð­laun­að­ur fyr­ir myndaröð árs­ins af sam­fé­lagi heim­il­is­lausra í Laug­ar­daln­um og portrait mynd árs­ins.

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

Ritstjórn Stundarinnar fékk Blaðamannaverðlaun ársins 2017 fyrir ít­ar­lega umfjöllun um upp­reist æru kyn­ferð­is­brota­manna, áhrif þess á fórn­ar­lömb mann­anna og tregðu stjórn­valda til upp­lýs­inga­gjaf­ar. Umfjöllunin var að mati dómnefndar vönduð, yfirgripsmikil og heildstæð.

Við sama tækifæri fékk Heiða Helgadóttir ljósmyndari Stundarinnar tvenn verðlaun, annars vegar fyrir myndaröð ársins um samfélag heimilislausra í Laugardal, sem hægt er að sjá hér: Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum.  Fékk hún einnig verðlaun fyrir portrait ársins, fyrir mynd af Sylviane Lecoultre Pétursson. 

Portrait ársins Í umsögn dómnefndar segir: Ljósmyndarinn dregur fram líkamstjáningu og svipbrigði Sylviane í ljóðrænni birtu sem varpar daufum skugga á vegginn, táknrænum skugga fyrir það sem ekki lengur er. Eiginmaður hennar barðist við krabbamein og valdi að fara til Sviss til að enda líf sitt.

Um leið og verðlaunin voru veitt opnaði árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara í Esju, austurhluta Hörpu. Veitt voru verðlaun í 7 flokkum auk bestu myndar ársins. Mynd ársins 2017 tók Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og er það mynd afNínu Rún Bergsdóttur sem situr í stól húðflúrara sem er að flúra „I am the storm“ á öxl Nínu. Hún er þar ásamt konum sem allar fengu sér sama húðflúrið og höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu sama manns. Myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017 því reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið „Höfum hátt“.

Mynd ársinsGlódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir, fórnarlömb Róberts Downeys, fá sér allar sams konar húðflúr. Í umsögn dómnefndar sagði: Ekki er annað að sjá en að hér sé eitthvað alvanalegt að gerast. Húðflúr sem ristir ekki djúpt. Vinkonur saman. Það er þó víðsfjarri öllum sanni og myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017. Konurnar, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir, urðu allar fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sama manns. Reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið Höfum hátt sem ásamt öðru varð til þess að ríkisstjórn landsins féll. Ljósmyndarinn hefur fangað viðkvæma stund. Fjórar manneskjur að tengjast eilífum böndum, sem fórnarlömb og sem aðgerðasinnar. Nína Rún Bergsdóttir og stoðirnar hennar þrjár allar að fá sér sama húðflúrið: „I am the storm“.

Sem fyrr segir voru verðlaun Blaðamannafélags Íslands einnig veitt í Hörpu í dag. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum og fóru tvenn verðlaun til RÚV, fyrir viðtal ársins og rannsóknarblaðamennsku ársins.

Verðlaunahafar og rökstuðningur dómnefndar var eftirfarandi:

Viðtal ársins

Viktoría Hermannsdóttir, RÚV,

fyrir viðtal við Árna Jón Árnason í þættinum Á ég bróður á Íslandi?

Viðtalsþáttur Viktoríu er unninn af fagmennsku og góðri tilfinningu fyrir efniviðnum. Í viðtalinu eru  hlustendur teknir með í spennandi ferð sem hefst með leit Bandaríkjamannsins David Balsam að bróður sínum hér á landi. Bróðirinn finnst og heitir Árni Jón Árnason.

Í áhrifamiklu viðtali nær Viktoría að draga fram hægláta persónu Árna, sem ekki  hefur krafist þess að taka mikið pláss í lífinu. Sambandi Árna við móður sína og systkini hér á á landi er vel lýst, sem og áhrifum þess að alast upp sem ástandsbarn. Um þann hluta hernámsins á Íslandi hefur ekki verið mikið fjallað og er viðtalið  frábær viðbót við hina vönduðu þáttaröð, Ástandsbörn, sem Viktoría gerði einnig á síðasta ári.  

Umfjöllun ársins

Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu,

fyrir umfjöllun ársins með greinarflokknum Mátturinn eða dýrðin

Sunna varpaði skýru ljósi á þá stöðu sem uppi er á raforkumarkaði hér á landi. Í greinaflokknum Mátturinn eða dýrðin sést hvernig sífellt fleiri togast á um náttúruauðlindirnar sem eru af skornum skammti. Bent var á áhrif breyttra neysluvenja landsmanna með rafbílavæðingu og að eftirspurn fyrirtækja eftir raforku væri nú meiri en hægt er að afgreiða.

Um leið og þróun þessarar umræðu kom vel fram var bent á hvernig núverandi staða kallar á aðgerðir til að auka orkuframboð eða draga úr notkuninni. Sunna ræddi við tugi manna um stöðuna: íbúa, náttúruverndarsinna, virkjanaaðila, forsvarsmenn stofnana og aðra sem hafa hagsmuni og skoðanir á málinu. Málefnið er mikilvægt, framsetningin skýr og greinargóð, byggð á heimildum sem sóttar voru víða. 

Rannsóknarblaðamanneska ársins

Alma Ómarsdóttir, RÚV,

fyrir rannsóknarblaðamennsku í umfjöllun um uppreist æru

Umfjöllun Ölmu um uppreist æru var heildstæð, þar sem allar hliðar málsins voru kannaðar. Rætt var við fulltrúa aðila sem sótt hafði um uppreist æru, konur sem brotið hafði verið gegn og aðstandendur þeirra og ferli umsóknar útskýrt.

Í samskiptum sínum við framkvæmdavaldið, sem ber ábyrgð á ferlinu, kom Alma hins vegar að lokuðum dyrum, þar sem neitað var að veita upplýsingar um hverjir hefðu fengið samþykktar umsóknir og hverjir veitt hefðu meðmæli með slíkum umsóknum. Ölmu tókst, meðal annars með kæru til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að tryggja að öll gögn kæmust upp á yfirborðið og dró þannig fram nýjar upplýsingar sem skiptu verulegu máli fyrir almenning.

Blaðamannaverðlaun ársins

fær ritstjórn Stundarinnar fyrir umfjöllun um uppreist æru

Umfjöllun Stundarinnar um uppreist æru var vönduð, yfirgripsmikil og heildstæð. Samhliða ítarlegum fréttaskýringum birtust í upphafi umfjöllunarinnar áhrifarík viðtöl Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur við fórnarlömb Róberts Downey sem sýndu mikla næmni fyrir umfjöllunarefninu.

Stundin lagði af mörkum mikla frumkvæðisvinnu í þessu máli og greindi fyrst miðla frá því að annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson, hefði fengið uppreist æru samtímis Róbert og að til þess hefði Hjalti hlotið meðmæli frá föður þáverandi forsætisráðherra. Sú uppljóstrun Stundarinnar átti eftir að draga verulegan dilk á eftir sér sem endaði með stjórnarslitum og kosningum.

Fyrirvari við umfjöllun: Stundin fjallar hér um atburði þar sem fjölmiðillinn sjálfur er viðfangsefni.

 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár