Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Alls eru 22 stað­fest sjálfs­víg sjúk­linga á ís­lensk­um sjúkra­hús­um eða í með­ferð­ar­sam­bandi við sjúkra­hús á Ís­landi. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Þá hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri frá því deildin var stofnum árið 1986. Tveir einstaklingar hafa fyrirfarið sér á Sjúkrahúsinu Vogi á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt, en það var árin 2014 og 2015. Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Alls eru því 22 staðfest sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Spurði um sjálfsvíg á sjúkrahúsumÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði heilbrigðisráðherra um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. 

Í september síðastliðnum var greint frá því í fréttum að á tíu daga tímabili í ágúst hefðu tveir sjúklingar svipt sig lífi á geðdeild spítalans. Atvikin voru tilkynnt bæði lögreglu og Embætti landlæknis. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, sagði í samtali við RÚV í kjölfarið að það eigi ekki að geta gerst að fólk svipti sig lífi á geðdeild spítalans. „Við viljum rannsaka ítarlega hvað fór þarna úrskeiðis til þess að reyna að gera allt sem við getum til að bæta úr og til að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst,“ sagði hann meðal annars. 

Nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum ekki til

Fyrirspurn Þórhildar Sunnu var í tveimur liðum. Annars vegar var spurt hversu margir sjúklingar hafi framið sjálfsvíg eða látist af öðrum ástæðum á geðdeildum Landspítalans, geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og Vogi og öðrum meðferðarstofnunu. Hins vegar spurði hún hversu margir sjúklingar hafi slasast alvarlega við sjálfsvígstilraunir á sömu stofnunum. 

Í svari ráðherra segir meðal annars að ekki liggi fyrir nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi. „Þessa tölfræði er ekki hægt að fá úr dánarmeinaskrá hjá embætti landlæknis. Það orsakast af því að óljóst getur verið hvað skuli teljast sjálfsvíg á stofnun. Andlátið getur talist hafa átt sér stað á stofnun þótt verknaðurinn hafi átt sér stað annars staðar og viðkomandi verið fluttur á stofnun þar sem hann síðan andaðist. Ef sjálfsvíg verður á stofnun ber viðkomandi stofnun að skrá það hjá sér sem alvarlegt atvik og tilkynna það til embættis landlæknis. Að mati embættis landlæknis eru tilkynningar frá stofnunum um alvarleg atvik komnar í nokkuð gott lag,“ segir í svari ráðherra. 

Þá segir að gerður hafi verið samningur um að taka upp nýtt atvikaskráningakerfi á landinu öllu, Datix, sem sé breskt og sé notað í mörgum löndum. Embætti landlæknis hefur leitt innleiðingu þess hér á landi og er stefnt að því að það verði komið í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum á næsta ári. Þetta kerfi felur ekki aðeins í sér skráningu atvika heldur verður þar til miðlægur grunnur um atvik sem hægt verður að vinna tölfræði úr. 

Eftirfarandi upplýsingar hafi hins vegar fengist beint frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu Vogi og Meðferðarstofnun Samhjálpar – Hlaðgerðarkoti: 

Geðdeildir Landspítala: Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Hér er átt við sjúklinga af öllum deildum spítalans. Frá 1. janúar 2007 hafa orðið átta andlát inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Landspítala og voru fjögur þeirra á deildum spítalans en fjórir sjúklingar voru í dagsleyfi. Alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs á tímabilinu eru 34 en ekki var unnt að afla upplýsinga um möguleg meiðsl sjúklinganna. Þess má þó geta að þar sem um inniliggjandi sjúklinga var að ræða hefur þeim að öllu jöfnu borist aðstoð hratt og örugglega. 

Geðdeildir Sjúkrahússins á Akureyri: Frá því að geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri var stofnuð árið 1986 hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild sjúkrahússins, einn sem var inniliggjandi á deild árið 2012 og þrír sem voru í leyfi frá sjúkrahúsinu á árunum 1986, 2003 og 2010. Enginn hefur slasast alvarlega eftir sjálfsvígstilraun á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Sjúkrahúsið Vogur: Á Sjúkrahúsinu Vogi hafa tveir einstaklingar fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt. Það var árin 2014 og 2015. Einn einstaklingur lést af öðrum ástæðum. Enginn hefur slasast alvarlega við sjálfsvígstilraun. 

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot: Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Seint á árinu 2016 lést einn skjólstæðingur af öðrum orsökum á Hlaðgerðarkoti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár