Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Alls eru 22 stað­fest sjálfs­víg sjúk­linga á ís­lensk­um sjúkra­hús­um eða í með­ferð­ar­sam­bandi við sjúkra­hús á Ís­landi. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Þá hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri frá því deildin var stofnum árið 1986. Tveir einstaklingar hafa fyrirfarið sér á Sjúkrahúsinu Vogi á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt, en það var árin 2014 og 2015. Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Alls eru því 22 staðfest sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Spurði um sjálfsvíg á sjúkrahúsumÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði heilbrigðisráðherra um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. 

Í september síðastliðnum var greint frá því í fréttum að á tíu daga tímabili í ágúst hefðu tveir sjúklingar svipt sig lífi á geðdeild spítalans. Atvikin voru tilkynnt bæði lögreglu og Embætti landlæknis. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, sagði í samtali við RÚV í kjölfarið að það eigi ekki að geta gerst að fólk svipti sig lífi á geðdeild spítalans. „Við viljum rannsaka ítarlega hvað fór þarna úrskeiðis til þess að reyna að gera allt sem við getum til að bæta úr og til að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst,“ sagði hann meðal annars. 

Nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum ekki til

Fyrirspurn Þórhildar Sunnu var í tveimur liðum. Annars vegar var spurt hversu margir sjúklingar hafi framið sjálfsvíg eða látist af öðrum ástæðum á geðdeildum Landspítalans, geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og Vogi og öðrum meðferðarstofnunu. Hins vegar spurði hún hversu margir sjúklingar hafi slasast alvarlega við sjálfsvígstilraunir á sömu stofnunum. 

Í svari ráðherra segir meðal annars að ekki liggi fyrir nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi. „Þessa tölfræði er ekki hægt að fá úr dánarmeinaskrá hjá embætti landlæknis. Það orsakast af því að óljóst getur verið hvað skuli teljast sjálfsvíg á stofnun. Andlátið getur talist hafa átt sér stað á stofnun þótt verknaðurinn hafi átt sér stað annars staðar og viðkomandi verið fluttur á stofnun þar sem hann síðan andaðist. Ef sjálfsvíg verður á stofnun ber viðkomandi stofnun að skrá það hjá sér sem alvarlegt atvik og tilkynna það til embættis landlæknis. Að mati embættis landlæknis eru tilkynningar frá stofnunum um alvarleg atvik komnar í nokkuð gott lag,“ segir í svari ráðherra. 

Þá segir að gerður hafi verið samningur um að taka upp nýtt atvikaskráningakerfi á landinu öllu, Datix, sem sé breskt og sé notað í mörgum löndum. Embætti landlæknis hefur leitt innleiðingu þess hér á landi og er stefnt að því að það verði komið í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum á næsta ári. Þetta kerfi felur ekki aðeins í sér skráningu atvika heldur verður þar til miðlægur grunnur um atvik sem hægt verður að vinna tölfræði úr. 

Eftirfarandi upplýsingar hafi hins vegar fengist beint frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu Vogi og Meðferðarstofnun Samhjálpar – Hlaðgerðarkoti: 

Geðdeildir Landspítala: Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Hér er átt við sjúklinga af öllum deildum spítalans. Frá 1. janúar 2007 hafa orðið átta andlát inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Landspítala og voru fjögur þeirra á deildum spítalans en fjórir sjúklingar voru í dagsleyfi. Alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs á tímabilinu eru 34 en ekki var unnt að afla upplýsinga um möguleg meiðsl sjúklinganna. Þess má þó geta að þar sem um inniliggjandi sjúklinga var að ræða hefur þeim að öllu jöfnu borist aðstoð hratt og örugglega. 

Geðdeildir Sjúkrahússins á Akureyri: Frá því að geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri var stofnuð árið 1986 hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild sjúkrahússins, einn sem var inniliggjandi á deild árið 2012 og þrír sem voru í leyfi frá sjúkrahúsinu á árunum 1986, 2003 og 2010. Enginn hefur slasast alvarlega eftir sjálfsvígstilraun á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Sjúkrahúsið Vogur: Á Sjúkrahúsinu Vogi hafa tveir einstaklingar fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt. Það var árin 2014 og 2015. Einn einstaklingur lést af öðrum ástæðum. Enginn hefur slasast alvarlega við sjálfsvígstilraun. 

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot: Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Seint á árinu 2016 lést einn skjólstæðingur af öðrum orsökum á Hlaðgerðarkoti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár