Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Alls eru 22 stað­fest sjálfs­víg sjúk­linga á ís­lensk­um sjúkra­hús­um eða í með­ferð­ar­sam­bandi við sjúkra­hús á Ís­landi. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur.

Átta sjálfsvíg á Landspítalanum frá 2007

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Þá hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri frá því deildin var stofnum árið 1986. Tveir einstaklingar hafa fyrirfarið sér á Sjúkrahúsinu Vogi á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt, en það var árin 2014 og 2015. Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Alls eru því 22 staðfest sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Spurði um sjálfsvíg á sjúkrahúsumÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði heilbrigðisráðherra um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. 

Í september síðastliðnum var greint frá því í fréttum að á tíu daga tímabili í ágúst hefðu tveir sjúklingar svipt sig lífi á geðdeild spítalans. Atvikin voru tilkynnt bæði lögreglu og Embætti landlæknis. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, sagði í samtali við RÚV í kjölfarið að það eigi ekki að geta gerst að fólk svipti sig lífi á geðdeild spítalans. „Við viljum rannsaka ítarlega hvað fór þarna úrskeiðis til þess að reyna að gera allt sem við getum til að bæta úr og til að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst,“ sagði hann meðal annars. 

Nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum ekki til

Fyrirspurn Þórhildar Sunnu var í tveimur liðum. Annars vegar var spurt hversu margir sjúklingar hafi framið sjálfsvíg eða látist af öðrum ástæðum á geðdeildum Landspítalans, geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og Vogi og öðrum meðferðarstofnunu. Hins vegar spurði hún hversu margir sjúklingar hafi slasast alvarlega við sjálfsvígstilraunir á sömu stofnunum. 

Í svari ráðherra segir meðal annars að ekki liggi fyrir nákvæm tölfræði um sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi. „Þessa tölfræði er ekki hægt að fá úr dánarmeinaskrá hjá embætti landlæknis. Það orsakast af því að óljóst getur verið hvað skuli teljast sjálfsvíg á stofnun. Andlátið getur talist hafa átt sér stað á stofnun þótt verknaðurinn hafi átt sér stað annars staðar og viðkomandi verið fluttur á stofnun þar sem hann síðan andaðist. Ef sjálfsvíg verður á stofnun ber viðkomandi stofnun að skrá það hjá sér sem alvarlegt atvik og tilkynna það til embættis landlæknis. Að mati embættis landlæknis eru tilkynningar frá stofnunum um alvarleg atvik komnar í nokkuð gott lag,“ segir í svari ráðherra. 

Þá segir að gerður hafi verið samningur um að taka upp nýtt atvikaskráningakerfi á landinu öllu, Datix, sem sé breskt og sé notað í mörgum löndum. Embætti landlæknis hefur leitt innleiðingu þess hér á landi og er stefnt að því að það verði komið í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum á næsta ári. Þetta kerfi felur ekki aðeins í sér skráningu atvika heldur verður þar til miðlægur grunnur um atvik sem hægt verður að vinna tölfræði úr. 

Eftirfarandi upplýsingar hafi hins vegar fengist beint frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu Vogi og Meðferðarstofnun Samhjálpar – Hlaðgerðarkoti: 

Geðdeildir Landspítala: Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Hér er átt við sjúklinga af öllum deildum spítalans. Frá 1. janúar 2007 hafa orðið átta andlát inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Landspítala og voru fjögur þeirra á deildum spítalans en fjórir sjúklingar voru í dagsleyfi. Alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs á tímabilinu eru 34 en ekki var unnt að afla upplýsinga um möguleg meiðsl sjúklinganna. Þess má þó geta að þar sem um inniliggjandi sjúklinga var að ræða hefur þeim að öllu jöfnu borist aðstoð hratt og örugglega. 

Geðdeildir Sjúkrahússins á Akureyri: Frá því að geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri var stofnuð árið 1986 hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild sjúkrahússins, einn sem var inniliggjandi á deild árið 2012 og þrír sem voru í leyfi frá sjúkrahúsinu á árunum 1986, 2003 og 2010. Enginn hefur slasast alvarlega eftir sjálfsvígstilraun á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Sjúkrahúsið Vogur: Á Sjúkrahúsinu Vogi hafa tveir einstaklingar fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt. Það var árin 2014 og 2015. Einn einstaklingur lést af öðrum ástæðum. Enginn hefur slasast alvarlega við sjálfsvígstilraun. 

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot: Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Seint á árinu 2016 lést einn skjólstæðingur af öðrum orsökum á Hlaðgerðarkoti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár