Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flutti með börnin í sveitina og gerðist ráðskona á bóndabæ

Irma Þöll Þor­steins­dótt­ir flutti með dreng­ina tvo í sveit í Arnar­firði fyr­ir vest­an til þess að starfa sem ráðs­kona á bónda­bæ.

Irma Þöll Þorsteinsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir, sem ákvað síðasta vor að kominn væri tími til breytinga í lífi sínu. Irma hætti í vinnunni og setti inn auglýsingu í Bændablaðið þar sem hún óskaði eftir að komast í sveit sem ráðskona.

Hún hafði sett sér áramótaheit að verja meiri tíma með strákunum sínum en hún hefði gert áður. Vinnan hafði alltaf verið í forgangi, eða eitthvað allt annað. Hún vildi að strákarnir hennar, hinn níu ára gamli Vopni og tólf ára Kjartan, fengju að upplifa sveitalífið.

VinnukonaIrma sér um öll störf á heimilinu og hleypur líka í vinnukonustörf þegar á þarf að halda. Svo keyrir hún strákana sína í skólann inn á Bíldudal á hverjum degi. Vopni, sonur hennar, fær sér morgunmat.

Fékk fjölda tilboða

Tilboðum rigndi inn eftir auglýsinguna. Eftir að hafa yfirfarið möguleikana sagði hún já við tilboði um að fara á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár