Irma Þöll Þorsteinsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir, sem ákvað síðasta vor að kominn væri tími til breytinga í lífi sínu. Irma hætti í vinnunni og setti inn auglýsingu í Bændablaðið þar sem hún óskaði eftir að komast í sveit sem ráðskona.
Hún hafði sett sér áramótaheit að verja meiri tíma með strákunum sínum en hún hefði gert áður. Vinnan hafði alltaf verið í forgangi, eða eitthvað allt annað. Hún vildi að strákarnir hennar, hinn níu ára gamli Vopni og tólf ára Kjartan, fengju að upplifa sveitalífið.
Fékk fjölda tilboða
Tilboðum rigndi inn eftir auglýsinguna. Eftir að hafa yfirfarið möguleikana sagði hún já við tilboði um að fara á …
Athugasemdir