Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum

Fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land ehf. hef­ur land­að 700 millj­óna samn­ing­um við hið op­in­bera, með­al ann­ars við ráðu­neyti og und­ir­stofn­an­ir þeirra, á und­an­förn­um fjór­um ár­um. Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið býð­ur allt að 70 pró­sent­um lægra verð en aðr­ir þátt­tak­end­ur í út­boð­um. 

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum
Frændur við stjórnvölinn Tilkynnt var um kaup Einars Sveinssonar, Benedikts Sveinssonar og fleiri fjárfesta á ISS Íslandi í árslok 2016. Jón Benediktsson er í stjórn eignarhaldsfélagsins en frændi þeirra, Guðmundur Guðmundsson, er forstjóri ISS.

Af 25 opinberum útboðum vegna ræstinga árið 2017 var fyrirtækið ISS Ísland ehf. 19 sinnum með lægsta verðtilboðið, eða í 76 prósentum tilvika. Í 12 skipti var meira en 30 prósenta munur á verðtilboði ISS og næstlægsta tilboðinu og fimm sinnum var munurinn yfir 60 prósentum.  

Guðmundur Guðmundssonforstjóri ISS Íslands.

„Þetta snýst ekki um að fólk sé látið hlaupa hraðar. ISS hefur einfaldlega með góðu verkskipulagi náð að skipuleggja verkframkvæmd, kennslu og þjálfun þannig að starfsemin er markvissari en áður,“ segir Guðmundur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sem er í algjörri yfirburðastöðu á íslenskum ræstingamarkaði, með rúmlega 46 prósenta markaðshlutdeild og veltu sem er þreföld á við veltu þess keppinautar sem næst kemur að stærð. 

Heildarvirði samninga sem hið opinbera gerði við ISS á tímabilinu 2014 til 2017 nemur um 540 milljónum króna og nú í janúar landaði ISS rúmlega 150 milljóna samningi um ræstingar í helstu byggingum Landspítalans við Hringbraut. 

Gríðarleg framleiðniaukning

ISS Ísland var alfarið í eigu danska fyrirtækisins ISS Facility Services A/S þar til í lok ársins 2016 þegar tilkynnt var að hópur innlendra og erlendra fjárfesta hefði undirritað samning um kaup á öllu hlutafé ISS Ísland. Félagið Sandur ehf. var stofnað um kaupin, en að þeim stóðu Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, auk erlendra fjárfesta og stjórnenda félagsins. 

Frá því að eigendaskiptin áttu sér stað hefur munurinn á lægsta tilboði ISS og næstlægsta tilboði keppinauta í útboðum tekið kipp upp á við svo eftir hefur verið tekið. Dæmi eru um að ISS bjóði miklu lægra verð en kostnaðaráætlanir verkkaupa gera ráð fyrir. Þegar Ríkiskaup bauð út ræstingar á Kleppi fyrir Landspítalann í nóvember 2017 var til dæmis miðað við að verkið myndi kosta um 23,8 milljónir en ISS bauð 16,9 milljónir. Samkeppnisaðilar hafa klórað sér í kollinum yfir hinum lágu verðtilboðum, ekki síst í ljósi þess að vinnuaðstæður og kjör starfsmanna ISS þykja ekki verri en almennt tíðkast í ræstingageiranum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár