Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum

Fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land ehf. hef­ur land­að 700 millj­óna samn­ing­um við hið op­in­bera, með­al ann­ars við ráðu­neyti og und­ir­stofn­an­ir þeirra, á und­an­förn­um fjór­um ár­um. Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið býð­ur allt að 70 pró­sent­um lægra verð en aðr­ir þátt­tak­end­ur í út­boð­um. 

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum
Frændur við stjórnvölinn Tilkynnt var um kaup Einars Sveinssonar, Benedikts Sveinssonar og fleiri fjárfesta á ISS Íslandi í árslok 2016. Jón Benediktsson er í stjórn eignarhaldsfélagsins en frændi þeirra, Guðmundur Guðmundsson, er forstjóri ISS.

Af 25 opinberum útboðum vegna ræstinga árið 2017 var fyrirtækið ISS Ísland ehf. 19 sinnum með lægsta verðtilboðið, eða í 76 prósentum tilvika. Í 12 skipti var meira en 30 prósenta munur á verðtilboði ISS og næstlægsta tilboðinu og fimm sinnum var munurinn yfir 60 prósentum.  

Guðmundur Guðmundssonforstjóri ISS Íslands.

„Þetta snýst ekki um að fólk sé látið hlaupa hraðar. ISS hefur einfaldlega með góðu verkskipulagi náð að skipuleggja verkframkvæmd, kennslu og þjálfun þannig að starfsemin er markvissari en áður,“ segir Guðmundur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sem er í algjörri yfirburðastöðu á íslenskum ræstingamarkaði, með rúmlega 46 prósenta markaðshlutdeild og veltu sem er þreföld á við veltu þess keppinautar sem næst kemur að stærð. 

Heildarvirði samninga sem hið opinbera gerði við ISS á tímabilinu 2014 til 2017 nemur um 540 milljónum króna og nú í janúar landaði ISS rúmlega 150 milljóna samningi um ræstingar í helstu byggingum Landspítalans við Hringbraut. 

Gríðarleg framleiðniaukning

ISS Ísland var alfarið í eigu danska fyrirtækisins ISS Facility Services A/S þar til í lok ársins 2016 þegar tilkynnt var að hópur innlendra og erlendra fjárfesta hefði undirritað samning um kaup á öllu hlutafé ISS Ísland. Félagið Sandur ehf. var stofnað um kaupin, en að þeim stóðu Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, auk erlendra fjárfesta og stjórnenda félagsins. 

Frá því að eigendaskiptin áttu sér stað hefur munurinn á lægsta tilboði ISS og næstlægsta tilboði keppinauta í útboðum tekið kipp upp á við svo eftir hefur verið tekið. Dæmi eru um að ISS bjóði miklu lægra verð en kostnaðaráætlanir verkkaupa gera ráð fyrir. Þegar Ríkiskaup bauð út ræstingar á Kleppi fyrir Landspítalann í nóvember 2017 var til dæmis miðað við að verkið myndi kosta um 23,8 milljónir en ISS bauð 16,9 milljónir. Samkeppnisaðilar hafa klórað sér í kollinum yfir hinum lágu verðtilboðum, ekki síst í ljósi þess að vinnuaðstæður og kjör starfsmanna ISS þykja ekki verri en almennt tíðkast í ræstingageiranum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár