Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum

Fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land ehf. hef­ur land­að 700 millj­óna samn­ing­um við hið op­in­bera, með­al ann­ars við ráðu­neyti og und­ir­stofn­an­ir þeirra, á und­an­förn­um fjór­um ár­um. Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið býð­ur allt að 70 pró­sent­um lægra verð en aðr­ir þátt­tak­end­ur í út­boð­um. 

Ævintýralegur árangur ISS Íslands í ræstingaútboðum
Frændur við stjórnvölinn Tilkynnt var um kaup Einars Sveinssonar, Benedikts Sveinssonar og fleiri fjárfesta á ISS Íslandi í árslok 2016. Jón Benediktsson er í stjórn eignarhaldsfélagsins en frændi þeirra, Guðmundur Guðmundsson, er forstjóri ISS.

Af 25 opinberum útboðum vegna ræstinga árið 2017 var fyrirtækið ISS Ísland ehf. 19 sinnum með lægsta verðtilboðið, eða í 76 prósentum tilvika. Í 12 skipti var meira en 30 prósenta munur á verðtilboði ISS og næstlægsta tilboðinu og fimm sinnum var munurinn yfir 60 prósentum.  

Guðmundur Guðmundssonforstjóri ISS Íslands.

„Þetta snýst ekki um að fólk sé látið hlaupa hraðar. ISS hefur einfaldlega með góðu verkskipulagi náð að skipuleggja verkframkvæmd, kennslu og þjálfun þannig að starfsemin er markvissari en áður,“ segir Guðmundur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sem er í algjörri yfirburðastöðu á íslenskum ræstingamarkaði, með rúmlega 46 prósenta markaðshlutdeild og veltu sem er þreföld á við veltu þess keppinautar sem næst kemur að stærð. 

Heildarvirði samninga sem hið opinbera gerði við ISS á tímabilinu 2014 til 2017 nemur um 540 milljónum króna og nú í janúar landaði ISS rúmlega 150 milljóna samningi um ræstingar í helstu byggingum Landspítalans við Hringbraut. 

Gríðarleg framleiðniaukning

ISS Ísland var alfarið í eigu danska fyrirtækisins ISS Facility Services A/S þar til í lok ársins 2016 þegar tilkynnt var að hópur innlendra og erlendra fjárfesta hefði undirritað samning um kaup á öllu hlutafé ISS Ísland. Félagið Sandur ehf. var stofnað um kaupin, en að þeim stóðu Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, auk erlendra fjárfesta og stjórnenda félagsins. 

Frá því að eigendaskiptin áttu sér stað hefur munurinn á lægsta tilboði ISS og næstlægsta tilboði keppinauta í útboðum tekið kipp upp á við svo eftir hefur verið tekið. Dæmi eru um að ISS bjóði miklu lægra verð en kostnaðaráætlanir verkkaupa gera ráð fyrir. Þegar Ríkiskaup bauð út ræstingar á Kleppi fyrir Landspítalann í nóvember 2017 var til dæmis miðað við að verkið myndi kosta um 23,8 milljónir en ISS bauð 16,9 milljónir. Samkeppnisaðilar hafa klórað sér í kollinum yfir hinum lágu verðtilboðum, ekki síst í ljósi þess að vinnuaðstæður og kjör starfsmanna ISS þykja ekki verri en almennt tíðkast í ræstingageiranum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár