Bandaríska genatæknifyrirtækið WuXi NextCode, sem Hannes Smárason fjárfestir stýrir, er nærri búið að tífalda starfsmannafjölda sinn á síðustu þremur árum. Hannes er forstjóri fyrirtækisins, sem var með 60 starfsmenn fyrir þremur árum síðan en er nú komið upp í 500. Hannes var í viðtali um fyrirtækið við líftæknifréttasíðuna Fierce Biotech þann 22. janúar síðastliðinn þar sem hann rekur störf þess.
24 milljarðar í nýtt hlutafé
Hannes, sem á sínum tíma var aðstoðarforstjóri líftæknifyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar (deCode), átti stóran þátt í því þegar fyrirtækið var skráð á markað í Bandaríkjunum um síðustu aldamót. Hann hefur því bakgrunn í líftæknigeiranum, líkt og rakið er í viðtalinu í Fierce Biotech, en eftir að hann hætti hjá deCode varð hann meðal annars forstjóri FL Group sem fór mikinn í fyrirtækjakaupum á Íslandi og erlendis á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið. Hannes var látinn hætta sem forstjóri FL Group síðla árs 2007 eftir að fyrirtækið tapaði …
Athugasemdir