Sýningin Myrkraverk stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þar eru sýnd verk listamanna sem fengið hafa innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða þá að þeir hafa skapað sinn eigin huliðsheim sem gestir safnsins geta kynnst næstu mánuði. „Maður getur sagt að öll verkin á sýningunni fjalli um mannlega tilvist hvort sem það er yfirfært yfir á þjóðsögur eða fantasíur en þá er verið að búa til einhvers konar form utan um hið mannlega, reyna að einangra tilfinningar og aðstæður og skoða þær í einhverju nýju ljósi,“ segir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri.
„Þetta eru í grunninn verk og listamenn sem ég hef haft augastað á í gegnum tíðina og undanfarin misseri, fólk sem maður hefur verið forvitinn um og viljað gjarnan sýna. En ég hef kannski ekki fundið tækifæri til þess fyrr en þessi hugmynd kom upp og skeyta þeim þá saman í samsýningu undir þessum formerkjum,“ segir Markús Þór Andrésson, sem er …
Athugasemdir