Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Ey­þór Arn­alds, stjórn­mála­mað­ur og fjár­fest­ir, er stjórn­ar­mað­ur í 26 eign­ar­halds­fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um. Hann vill verða næsti borg­ar­stjóri í Reykja­vík og sæk­ist eft­ir odd­vita­sæt­inu hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ey­þór ætl­ar að hætta öll­um af­skipt­um af við­skipta­líf­inu ef hann verð­ur odd­viti.

Eyþór Arnalds, stjórnmálamaður og fjárfestir, sem býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, er stjórnarmaður í 26 eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum. Fullyrða má að enginn virkur þátttakandi í stjórnmálum á Íslandi, kjörinn fulltrúi eða einstaklingur, sem hefur gefið það út að hann vilji verða kjörinn fulltrúi, sé eins stórtækur í atvinnulífinu og Eyþór Arnalds.  Meðal annarra frambjóðenda sem vilja oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins eru Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. 

Eyþór var áður, frá 2010 til 2014, oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Árborgar á Suðurlandi og sinnti hann þar stjórnmálum og viðskiptum samhliða. Slíkt tíðkaðist í nokkrum tilfellum meðal stjórnmálamanna á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008 og má meðal annars nefna Bjarna Benediktsson, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem var stofnandi og stjórnarformaður stærsta olíufélags landsins, N1, samhliða starfi sínu á Alþingi.  Bjarni hætti hins vegar formlegum afskiptum af viðskiptum og stjórnum fyrirtækja eftir hrunið 2008 og situr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár