Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Ey­þór Arn­alds, stjórn­mála­mað­ur og fjár­fest­ir, er stjórn­ar­mað­ur í 26 eign­ar­halds­fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um. Hann vill verða næsti borg­ar­stjóri í Reykja­vík og sæk­ist eft­ir odd­vita­sæt­inu hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ey­þór ætl­ar að hætta öll­um af­skipt­um af við­skipta­líf­inu ef hann verð­ur odd­viti.

Eyþór Arnalds, stjórnmálamaður og fjárfestir, sem býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, er stjórnarmaður í 26 eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum. Fullyrða má að enginn virkur þátttakandi í stjórnmálum á Íslandi, kjörinn fulltrúi eða einstaklingur, sem hefur gefið það út að hann vilji verða kjörinn fulltrúi, sé eins stórtækur í atvinnulífinu og Eyþór Arnalds.  Meðal annarra frambjóðenda sem vilja oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins eru Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. 

Eyþór var áður, frá 2010 til 2014, oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Árborgar á Suðurlandi og sinnti hann þar stjórnmálum og viðskiptum samhliða. Slíkt tíðkaðist í nokkrum tilfellum meðal stjórnmálamanna á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008 og má meðal annars nefna Bjarna Benediktsson, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem var stofnandi og stjórnarformaður stærsta olíufélags landsins, N1, samhliða starfi sínu á Alþingi.  Bjarni hætti hins vegar formlegum afskiptum af viðskiptum og stjórnum fyrirtækja eftir hrunið 2008 og situr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár