Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins

Pressu­mál­ið held­ur áfram að vinda upp á sig í fjöl­miðl­um með skeyta­send­ing­um á milli Björns Inga Hrafns­son­ar og Ró­berts Wess­mann og við­skipta­fé­laga hans. Pressu­mál­ið er eitt af mörg­um á skraut­leg­um ferli Björns Inga Hrafns­son­ar þar sem hann bland­ar sam­an vinnu sinni og per­sónu­leg­um við­skipt­um sín­um og fjár­mál­um.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins
Mörg dæmi Á skrautlegum ferli í stjórnmálum, fjölmiðlun og viðskiptum hefur Björn Ingi Hrafnsson oftsinnis blandað saman vinnu sinni og einkafjármálum sínum. Mynd: Morgunblaðið/Sverrir

Arnar Ægisson, fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Pressunnar ehf., og eiginkona hans, Bára Hildur Jóhannsdóttir, seldu íbúð sína í Hafnarfirði til eignarhaldsfélags í eigu bróður Báru, hæstaréttarlögmannsins, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, í aðdraganda gjaldþrots Pressunnar ehf.  Kaupsamningurinn er dagsettur þann 16. október 2017 en afsali vegna viðskiptanna var þinglýst þann 28. nóvember 2017. 

Sama dag, 28. nóvember, sagði Arnar Ægisson upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Pressunnar ehf. með skriflegri tilkynningu til Ríkisskattstjóra. Á þessum tíma var því ljóst hvert stefndi fyrir Pressuna ehf.. Félag Jóhannesar Rúnars heitir JRJ fjárráð ehf. og var kaupverðið tæpar 60 milljónir króna. 

Arnar var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Pressunnar ehf., ásamt Birni Inga Hrafnssyni, þegar fyrirtækið safnaði um 500 milljóna króna skuldum við opinbera aðila, meðal annars vörsluskattaskuld við tollstjóra. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta nú í desember eftir að Björn Ingi og Arnar höfðu selt allar helstu eignir fyrirtækisins út úr því til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár