Sveinn R. Eyjólfsson er einn áhrifamesti einstaklingur í sögu íslenskra fjölmiðla. Það er því vel til fundið að skrá sögu hans. Bókin heitir Allt kann sá er bíða kann, æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar blaðaúgefanda. Það kennir vissulega margra grasa í bókinni. Sveinn kemur út úr skugganum og dregur fátt undan.
Sagan er mikil ævintýrasaga drengs sem brýst frá fátækt til allsnægta og svo tapast mestallt aftur þegar fjömiðlaveldið fellur til grunna og kemst í eigu óvandaðra einstaklinga sem þekkja engan veginn mörkin milli eigenda og umfjöllunar. Frásögn Sveins af falli fjölmiðlaveldisins er saga af svikum og óheiðarleika. Hinn frjálsi og óháði útgefandi missti fjöregg sitt í klær manna sem ætluðu sér ekki að reka óháða fjölmiðla. Gömul saga og ný.
Brotthvarf af Vísi
Um áratugaskeið var Sveinn farsæll útgefandi. Upphaf fjölmiðlaveldisins var þegar Sveinn var framkvæmdastjóri síðdegisblaðsins Vísis og sneri rekstri blaðsins til hins betra. Stjórnin ákvað að …
Athugasemdir