Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hringferð um tímann og sorgina

Tíma­garð­ur­inn eft­ir Guð­mund S. Brynj­ólfs­son.

Hringferð um tímann og sorgina
Höfundurinn Guðmundur fylgir lesanda úr hlaði með tveimur tilvitnunum sem má bæði lesa sem einhvers konar manifestó og sem fyrirfram svar til gagnrýnanda.

Samband gagnrýnenda og rithöfunda á litla Íslandi getur verið eldfimt í miðju jólabókaflóði og áður en maður sekkur sér ofan í Tímagarðinn fylgir Guðmundur lesanda úr hlaði með tveimur tilvitnunum sem má bæði lesa sem einhvers konar manifestó og sem fyrirfram svar til gagnrýnanda. 

Garðurinn„Hvað höfum við mikinn tíma innangarðs? Hvað höfum við mikinn tíma utangarðs? Við erum öll utangarðsmenn í raun, okkur var vísað burt fyrir ýmsar sakir; stórar og smáar.“

Annars vegar vitnar hann í orð Aristótelesar um að saga þurfi ekki að vera heild, „því mörg og óteljandi atvik geta hent einn mann, án þess að sum þeirra falli í nokkra heild“. Þetta á ágætlega við söguna, sem er oft á mörkum skáldsögu og ljóðabókar. Það er vissulega sögð nokkuð heildræn ferðasaga, þar sem aðalpersónan Binni lendir hálfpartinn óvart í því að keyra hringinn með Begga frænda sínum og eilífðarfyllibyttunni Tóta í tauinu. En við þetta blandast minningar um föðurinn og bróðurinn sem hurfu í sæinn og minningarleiftur þegar sú sorg sækir á. Kaflarnir eru margir stuttir og sumir þeirra frekar eins og ljóð heldur en bókakaflar, og þeir bestu ná að kjarna söguna ansi vel. Eins og til dæmis þessi kafli:

„Gráir klettar og súld. Mér finnst eins og okkur sé fylgt eftir í þokunni. Bláir hrafnar svífa á risavöxnum vængjum meðfram bílnum. Þeir boða endalaust haust. Haustið sem ég dey. Haustið hennar mömmu. Hitt haustið hennar mömmu.

Fyrra haustið hennar var um vor.“

Það er einhver sannur og harmrænn tónn í þessari launfyndnu bók, ljóðrænar mótsagnir sem kjarna tilvistarvanda aðalpersónunnar. En er hún mögulega of vel stíluð, talar eitthvað nútíma ungmenni eins og hinn 23 ára gamli Binni? Þessu lætur höfundur Þórberg Þórðarson svara svona áður en sagan byrjar: „Íslenskir lesendur halda enn í dag, að allt sé lygi, sem ekki er dautt og lágkúrulegt í frásögn.“

En ég skal samt alveg viðurkenna að ég átti erfitt með að staðsetja Binna og ferðafélaga hans í nútímanum – þessi bók hefði örugglega verið miklu meira sannfærandi samtímasaga ef hún hefði komið út fyrir svona 20–40 árum síðan. En að því sögðu reyndist Tímagarðurinn mun betri en hin samtímasagan sem ég er nýbúinn að lesa, þótt sú væri sannarlega mun meira sannfærandi nútími. Vissulega hljómar Binni ekki eins og Instagrammað tvítandi ungmenni, hann er nokkurra áratuga gömul útgáfa af 23 ára strák – en þessi tímaskekkja er ekki endilega galli, því góður skáldskapur tekst á við eitthvað miklu meira en bara samtímann. Og vissulega eru mörg okkar alltaf passlega kynslóðavillt og ríma illa við samtímann sem við erum staðsett í. Það má raunar finna mögulega vísbendingu um af hverju Binni er svona forn í fasi í endurminningarkafla þar sem amma hans kennir honum að lesa með því að láta hann lesa upp úr eldgömlum blöðum. Þar þylur hann til dæmis upp fyrir hana speki Einars Olgeirssonar: „Ein höfuðlygi auðvaldsins á vorum tímum er, að auðvaldsskipulag og lýðræði sé eitt og hið sama. Á þessari blekkingu byggist mest allur áróður auðvaldsins nú á tímum.“ Þetta les barnið á meðan maður kímir yfir innrætingu ömmunnar – en veltir um leið fyrir sér hvort hún hafi óvart frekar innrætt honum forna lund frekar en róttækan kommúnisma.

Andar liðinna drykkjutúra

Binni er dreifari í borginni, alinn upp í sveitarfélaginu Garði – og það eru ótal pælingar í bókinni um það að vera utangarðs og innan garðs – sumar jafnvel guðfræðilegar. Morgun einn vaknar hann svo í rúmi ókunnugrar konu í vitlausu sveitarfélagi og biður Begga frænda sinn um að sækja sig. Sem hann og gerir – en keyrir hann lengri leiðina heim. Sumsé hringveginn allan.

Beggi reykir óhóflega og Binni er sífellt að skamma hann fyrir að henda stubbunum út um gluggann. Í eitt skiptið fáum við svo þessa visku úr aftursætinu: „Fólk er tregt við að flokka rusl, mjög margir – allt of margir, að mínu mati. Þrátt fyrir stanslausan áróður. En fólk virðist ekki þurfa á neinni hvatningu að halda til þess að flokka annað fólk; aðrar manneskjur.“

„Það er einhver sannur og harmrænn tónn í þessari launfyndnu bók.“

Röddin tilheyrir Tóta, kölluðum Tóta í tauinu, sem má flokka sem rækilega virka fyllibyttu og alþýðuspeking sem eitt sinn var vonarstjarna sinnar fjölskyldu en drakk allar þær vonir rækilega frá sér. Þeir tóku hann upp í á miðri leið og eru á leiðinni með hann í enn eina meðferðina. Begga mætti svo flokka sem óvirkan alka og óvirkan ofbeldismann, mann sem barði konuna sína og getur aldrei fyrirgefið sjálfum sér. Bókmenntalega séð má svo flokka þá báða sem anda liðinna drykkjutúra, sagan dansar raunar svo oft á mörkum hins raunverulega og draugalega að þeir gætu þess vegna verið raunverulegir andar.

Þeir eru að taka Binna í heimatilbúna meðferð, þar sem þeir segja honum í löngu og ljóðrænu máli, fullu af torræðri speki og ljóðrænu, að enda ekki eins og þeir. Torræð viska þeirra er oft heillandi og kallast á við harminn sem Binni reynir að vinna úr. En þótt þeir tveir séu alkar er þetta ekki endilega áfengismeðferð, fókusinn er miklu frekar að berja í brestina hjá Binna og hjálpa honum að finna sig, ef það tekst er svo aukaatriði hvort hann leggur bokkunni eða verður hófdrykkjumaður í kjölfarið. Aðalmálið er að fá hann til þess að takast á við sorgina sem hamlar öllu hans lífi. Allir þrír eru þeir brotnir menn – en Binna er ennþá hægt að tjasla saman.

Kómísk fortíðarþrá

En í fortíðarleginni nútíðinni má líka greina söknuð eftir veröld sem var. Því er bæði lýst með réttlátri reiði – eins og þegar Binni rifjar upp þennan böðul landsbyggðarinnar:

„Þriðji ættliðurinn er staddur á bryggjunni – heitir örugglega nafni afa síns. Hann er á nýjum Benz en hann veit ekkert út á hvað þetta gengur. Hann er með speglasólgleraugu og talar í símann. Mamma kenndi mér að þekkja týpuna. Það var eftir að pabbi dó. Hann hafði kennt henni, og sagt:

„Þetta eru gæjarnir sem drepa byggðirnar.““

„Svona slær húmorinn reglulega á harminn.“

Byggðapólitíkin getur þó líka verið drepfyndin – eins og sést í fyndnustu senu bókarinnar, en þar villast þeir félagar inn á fund hjá örlitlu sveitarfélagi og verða vitni að langri og kostulegri einræðu oddvitans, sem afgreiðir tannlæknana að sunnan með því að vísa í eintenntan mann og fullyrða: „Svona á þetta að vera. Þetta er eðlilegt. Svona eiga tennurnar að slitna með mannslíkamanum. Öll þessi tannsmíði er óþarfi og ekkert annað en samsæri plast- og postulínsiðnaðarins í Danmörku.“

Svona slær húmorinn reglulega á harminn. Mannlífslýsingar Guðmundar eru gáskafullar sem og fullar gæsku. Við sjáum þennan drengstaula, Binna, sem lifir annars vegar í heimi sér miklu eldra fólks og svo ótal kvenna sem hann á erfitt með að finna hamingjuna hjá. Það vekur athygli að þarna eru engir karlkyns vinir á sama reki, hann er hættur að fara á sjóinn eftir slysið en það er dálítið eins og í bílnum hafi hann fundið tvö föðurígildi og sé sjálfur bæði í hlutverki bróðurins látna og sjálfs síns. Þeir keyra eftir ströndinni og hafið er alltumlykjandi og hinir dauðu renna stundum saman við þá lifandi – og sumar persónur virðast vera þarna einhvers staðar á mörkunum. Til dæmis birtist okkur tvisvar lítil stúlka sem er afskaplega sannfærandi karakter en maður efast samt einhvern veginn um að sé af þessum heimi. Kápan kallast á við þetta, á henni er hafflötur eða vegur, það er viljandi óljóst – og skuggaverur. Binni er sjálfsagt ein af þeim, þessi ferð snýst um að hjálpa honum að koma í ljós og fóta sig í heiminum handan þess skerjagarðs sem Tímagarðurinn er.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár