Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum

Tjald­bú­arn­ir í Laug­ar­dal standa sam­an í bar­átt­unni fyr­ir mann­sæm­andi lífi. Einn flutti í tjald eft­ir hjarta­áfall, ann­ar skildi við kon­una, þriðji valdi hund­inn fram yf­ir her­berg­ið og flutti í jepp­ann sinn, fjórði lenti í slysi og missti hús­ið á nauð­ung­ar­upp­boði, enn önn­ur vék fyr­ir fjöl­skyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hríf­ast ein­fald­lega af þessu nýja sam­fé­lagi ís­lenskra flótta­manna í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Á tjaldsvæðinu í Laugardal hefur myndast nokkuð fjölmennt samfélag. Flestir sem dvelja í Laugardalnum gera það af algjörri neyð, en nokkrir til þess að spara sér aurinn. Svæðið er heldur hrörlegt að sjá þegar blaðamann og ljósmyndara Stundarinnar ber að garði. Eftir langa kuldatíð er komin hláka og glerhálka hefur myndast í kringum húsbílana. Íbúarnir hafa beðið óþreyjufullir eftir sandi, enda margir flogið á hausinn, en nú virðist náttúran ætla að leysa málið. Íbúar tjaldsvæðisins í Laugardal vilja að svæðið fái póstnúmerið 104,5, þar sem það liggur mitt á milli hverfa 104 og 105. Þá væri kannski hægt að koma upp póstkassa.

Salernisaðstöðunni á tjaldsvæðinu var lokað í haust og verða íbúar því að banka upp á hjá farfuglaheimilinu í næstu götu til þess að komast á salerni eða í sturtu. „Ef manni verður brátt í brók, til dæmis hérna inni, þá þarf maður að hlaupa alla leið hérna upp …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár