Alþingi fullgilti Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þann 20. september á síðasta ári, rúmum níu árum eftir að hann var undirritaður, án samráðs við fatlað fólk – þrátt fyrir að skýrt komi fram í sáttmálanum að það eigi að hafa náið samráð við fatlað fólk þegar ákvarðanir eru teknar um þeirra hagi. Sáttmálinn hefur enn ekki verið innleiddur í íslensk lög og dómstólar eru ekki farnir að dæma í samræmi við sáttmálann. Þá eru alvarlegar þýðingarvillur í samningnum sem var fullgildur.
„Mér hefur því miður ekki fundist vera pólitískur áhugi eða metnaður til að gera vel í þessum málaflokki,“ segir Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Stundin fylgdist með fundi fulltrúa hagsmunasamtaka fatlaðs fólks með dr. Gerard Quinn, prófessor og mannréttindalögmanni, sem tók þátt í gerð Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á fundinum var meðal annars farið yfir hlutverk fatlaðs fólks við innleiðingu og …
Athugasemdir