Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðuneytið hefur enn ekki afhent Alþingi umbeðin gögn um uppreist æru kynferðisbrotamanna

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur enn ekki orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is um að af­henda nefnd­inni öll gögn í mál­um Ró­berts Dow­ney og Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, kyn­ferð­is­brota­manna sem fengu upp­reist æru í fyrra.

Ráðuneytið hefur enn ekki afhent Alþingi umbeðin gögn um uppreist æru kynferðisbrotamanna

Dómsmálaráðuneytið hefur enn ekki orðið við beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að afhenda nefndinni öll gögn í málum Róberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar, kynferðisbrotamanna sem fengu uppreist æru í fyrra. 

Upplýsingabeiðnin var send þann 20. október síðastliðinn á grundvelli 51. gr. þingskaparlaga. Samkvæmt ákvæðinu ber stjórnvaldi að verða við beiðni fastanefndar á Alþingi „eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar“. Enn hefur ekkert svar borist þótt liðnir séu 16 virkir dagar síðan beiðnin var send.

Farið var fram á öll gögn, minnisblöð og önnur skjöl sem tilgreind eru á lista yfir málsgögn í málum Róberts Downey, Hjalta Sigurjóns Haukssonar og mannsins sem dró umsókn sína um uppreist æru til baka eftir að dómsmálaráðherra hafði látið málið liggja óafgreitt um nokkurra vikna skeið.

Jafnframt var farið fram á öll tiltök gögn er varða ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og öll gögn um ákvörðun dómsmálaráðherra um að hefja endurskoðun á lögum um uppreist æru.

Loks var óskað eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ráðherra að fylgja ekki reglum um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands nr. 320/2016 þegar hún upplýsti Bjarna Benediktsson símleiðis um meðmæli föður hans fyrir kynferðisbrotamanninn Hjalta Sigurjón Hauksson. 

„Ég er gáttuð á því að ráðuneytið skuli ekki afhenda þingnefndinni umbeðin gögn. Þetta er til marks um að leyndarhyggja sé enn við lýði í dómsmálaráðuneytinu þrátt fyrir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið felld í kosningum og nýtt Alþingi sé að taka við,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, í samtali við Stundina.

Beiðnin var send að frumkvæði hennar með stuðningi Svandísar Svavarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, og Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. „Auðvitað er það áhyggjuefni ef dómsmálaráðuneytið telur sér ekki skylt að fylgja lögum og fer í kringum þau í aðdraganda kosninga og meðan stjórnarmyndunarviðræður standa yfir,“ segir Þórhildur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár