„Í þessu ofsaveðri búa einhverjir meðbræður okkar í hjólhýsum í Laugardalnum og enn aðrir eru algjörlega án nokkurs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efnahagslegir flóttamenn í eigin landi, fátækastir í orðsins fyllstu merkingu og eiga virkilega bágt,“ skrifaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem kominn er á Alþingi með fjóra þingmenn, á Facebook-síðu flokksins í febrúar og bar saman stöðu þessa fólks og hælisleitenda sem koma til Íslands og spurði svo að því hvort ásættanlegt væri að á sama tíma kæmu hælisleitendur til Íslands sem ríkið hefði kostnað af. Skrifunum var reyndar síðar eytt af Facebook-síðu flokksins líkt og Inga hefði sagt eitthvað sem hún vildi ekki standa fyrir og sæi eftir en pistill hennar fór á rafrænt flug á netinu.
Með þessum orðum vildi Inga meina að Íslendingum væri mismunað til að aðstoða hælisleitendur. Þrátt fyrir að þessum skrifum Ingu hafi verið eytt þá hefur hún ítrekað haldið …
Athugasemdir