Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Um 83 pró­sent borg­ar­búa fara keyr­andi í vinn­una, sam­kvæmt skýrslu Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Ein­ung­is ein Evr­ópu­borg stend­ur sig verr en Reykja­vík. Formað­ur Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl seg­ir það hafa ver­ið póli­tíska ákvörð­un að byggja bíla­borg.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Reykjavík og Nikósía, höfuðborg Kýpurs, eru einu höfuðborgirnar í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl til vinnu er yfir 75 prósent. Þá er hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur langminnst í þessum tveimur borgum, auk Vallettu, höfuðborg Möltu. 

Í nýlegri skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins eru samgöngumátar í Evrópuborgum meðal annars bornir saman. Reykjavík sker sig nokkuð úr, en alls fara 83 prósent borgarbúa akandi í vinnuna. 

Í frétt Citylab, þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, segir að mögulega séu það landfræðilegir þættir sem valda því að stjórnvöldum í borgum eyríkja hefur ekki tekist að byggja upp nógu skilvirkar almenningssamgöngur. Flókin pólitísk saga Nikósíu geri borgarskipulag einnig erfitt, en miðborg Reykjavíkur sé aftur á móti staðsett á þröngu nesi sem hafi hvatt til ótrúlegrar útbreiðslu jafn lítillar borgar. Í greininni segir að þessar „jaðarþjóðir“ Evrópu séu að dragast aftur úr þegar kemur að stefnumótun í almenningssamgöngum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár