Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Um 83 pró­sent borg­ar­búa fara keyr­andi í vinn­una, sam­kvæmt skýrslu Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Ein­ung­is ein Evr­ópu­borg stend­ur sig verr en Reykja­vík. Formað­ur Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl seg­ir það hafa ver­ið póli­tíska ákvörð­un að byggja bíla­borg.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Reykjavík og Nikósía, höfuðborg Kýpurs, eru einu höfuðborgirnar í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl til vinnu er yfir 75 prósent. Þá er hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur langminnst í þessum tveimur borgum, auk Vallettu, höfuðborg Möltu. 

Í nýlegri skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins eru samgöngumátar í Evrópuborgum meðal annars bornir saman. Reykjavík sker sig nokkuð úr, en alls fara 83 prósent borgarbúa akandi í vinnuna. 

Í frétt Citylab, þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, segir að mögulega séu það landfræðilegir þættir sem valda því að stjórnvöldum í borgum eyríkja hefur ekki tekist að byggja upp nógu skilvirkar almenningssamgöngur. Flókin pólitísk saga Nikósíu geri borgarskipulag einnig erfitt, en miðborg Reykjavíkur sé aftur á móti staðsett á þröngu nesi sem hafi hvatt til ótrúlegrar útbreiðslu jafn lítillar borgar. Í greininni segir að þessar „jaðarþjóðir“ Evrópu séu að dragast aftur úr þegar kemur að stefnumótun í almenningssamgöngum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár