Reykjavík og Nikósía, höfuðborg Kýpurs, eru einu höfuðborgirnar í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl til vinnu er yfir 75 prósent. Þá er hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur langminnst í þessum tveimur borgum, auk Vallettu, höfuðborg Möltu.
Í nýlegri skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins eru samgöngumátar í Evrópuborgum meðal annars bornir saman. Reykjavík sker sig nokkuð úr, en alls fara 83 prósent borgarbúa akandi í vinnuna.
Í frétt Citylab, þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, segir að mögulega séu það landfræðilegir þættir sem valda því að stjórnvöldum í borgum eyríkja hefur ekki tekist að byggja upp nógu skilvirkar almenningssamgöngur. Flókin pólitísk saga Nikósíu geri borgarskipulag einnig erfitt, en miðborg Reykjavíkur sé aftur á móti staðsett á þröngu nesi sem hafi hvatt til ótrúlegrar útbreiðslu jafn lítillar borgar. Í greininni segir að þessar „jaðarþjóðir“ Evrópu séu að dragast aftur úr þegar kemur að stefnumótun í almenningssamgöngum, …
Athugasemdir