Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Um 83 pró­sent borg­ar­búa fara keyr­andi í vinn­una, sam­kvæmt skýrslu Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Ein­ung­is ein Evr­ópu­borg stend­ur sig verr en Reykja­vík. Formað­ur Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl seg­ir það hafa ver­ið póli­tíska ákvörð­un að byggja bíla­borg.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Reykjavík og Nikósía, höfuðborg Kýpurs, eru einu höfuðborgirnar í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl til vinnu er yfir 75 prósent. Þá er hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur langminnst í þessum tveimur borgum, auk Vallettu, höfuðborg Möltu. 

Í nýlegri skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins eru samgöngumátar í Evrópuborgum meðal annars bornir saman. Reykjavík sker sig nokkuð úr, en alls fara 83 prósent borgarbúa akandi í vinnuna. 

Í frétt Citylab, þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, segir að mögulega séu það landfræðilegir þættir sem valda því að stjórnvöldum í borgum eyríkja hefur ekki tekist að byggja upp nógu skilvirkar almenningssamgöngur. Flókin pólitísk saga Nikósíu geri borgarskipulag einnig erfitt, en miðborg Reykjavíkur sé aftur á móti staðsett á þröngu nesi sem hafi hvatt til ótrúlegrar útbreiðslu jafn lítillar borgar. Í greininni segir að þessar „jaðarþjóðir“ Evrópu séu að dragast aftur úr þegar kemur að stefnumótun í almenningssamgöngum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár