Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Um 83 pró­sent borg­ar­búa fara keyr­andi í vinn­una, sam­kvæmt skýrslu Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Ein­ung­is ein Evr­ópu­borg stend­ur sig verr en Reykja­vík. Formað­ur Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl seg­ir það hafa ver­ið póli­tíska ákvörð­un að byggja bíla­borg.

Reykvíkingar úti að aka í samgöngumálum

Reykjavík og Nikósía, höfuðborg Kýpurs, eru einu höfuðborgirnar í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl til vinnu er yfir 75 prósent. Þá er hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur langminnst í þessum tveimur borgum, auk Vallettu, höfuðborg Möltu. 

Í nýlegri skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins eru samgöngumátar í Evrópuborgum meðal annars bornir saman. Reykjavík sker sig nokkuð úr, en alls fara 83 prósent borgarbúa akandi í vinnuna. 

Í frétt Citylab, þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, segir að mögulega séu það landfræðilegir þættir sem valda því að stjórnvöldum í borgum eyríkja hefur ekki tekist að byggja upp nógu skilvirkar almenningssamgöngur. Flókin pólitísk saga Nikósíu geri borgarskipulag einnig erfitt, en miðborg Reykjavíkur sé aftur á móti staðsett á þröngu nesi sem hafi hvatt til ótrúlegrar útbreiðslu jafn lítillar borgar. Í greininni segir að þessar „jaðarþjóðir“ Evrópu séu að dragast aftur úr þegar kemur að stefnumótun í almenningssamgöngum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár