Á jarðhæð í blokk í Kópavogi tekur Ólafur Hafsteinn Einarsson á móti blaðamanni Stundarinnar. Heimili hans er ekki ólíkt öðrum heimilum jafnaldra hans; gamlar myndir hanga á veggjunum, bækur sitja í bókaskápum og veglegt tölvuborð fyllir upp holið. Ólafur flutti hingað árið 2011, sem væri ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki hans fyrsta íbúð.
Ólafur ólst upp á tíma þar sem fatlaðir einstaklingar voru gjarnan stofnanavæddir og skoðun þeirra á því hvar og hvernig þeir vilja búa virt að vettugi. „Ég var búinn að berjast lengi fyrir því að fá íbúð og vera ég sjálfur,“ segir hann blaðamanni, en Ólafur hefur lengi þurft að kljást við forneskjulegt kerfi til að fá sínu framgengt.
„Það þarf ekki bara að rannsaka staðina sem ég var á, það þarf að rannsaka þá alla.“
Hann hefur verið vistaður á unglingaheimili, sjúkrahúsi, sambýli og í kvennafangelsi, en það er einmitt síðastnefndi staðurinn sem …
Athugasemdir