Í lok árs 2013, þegar Wanda Wickizer frá borginni Norrfolk í Virginíu í Bandaríkjunum var fimmtug, fékk hún heilablóðfall. Ekkert stórt sjúkrahús var nálægt heimili hennar og var hún því send með sjúkraþyrlu á stærra sjúkrahús, spítalann við háskólann í Virginíu, þar sem lífi hennar var bjargað með skurðaðgerð. Hún jafnaði sig af heilablæðingunni og var send heim í janúar 2014.
Þegar heim var komið byrjaði Wanda, sem var ekki með neina sjúkratryggingu, að fá senda reikninga upp á tugi milljóna króna fyrir einstaka þætti læknisþjónustunnar sem hún fékk á spítalanum: 4,6 milljónir króna fyrir sjúkraflugið, 1,8 milljónir króna fyrir skoðunina á sjúkrahúsinu í heimaborg sinni og 2,7 milljónir frá hópi lækna á sjúkrahúsinu þar sem bráðaskurðaðgerðin var framkvæmd á henni. Svo kom sjúkrahúsreikningurinn sjálfur upp á tæplega 357 þúsund dollara, 41 milljón króna. Heildarupphæðin sem Wickzier átti að borga fyrir að láta bjarga lífi sínu eftir heilablóðfallið nam um …
Athugasemdir