Í aðdraganda fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu hefur lögreglan handtekið ráðamenn, brotist inn í ráðuneyti og skrifstofur fjölmiðla og lagt hald á prentara til að stöðva prentun atkvæðaseðla. Forseti héraðsins segir að heimastjórn hafi í raun verið leyst frá völdum.
„Það er verið að senda þúsundir sérsveitarmanna til að stöðva þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Èric Lluent, katalónskur blaðamaður sem býr á Íslandi og rekur fréttamiðilinn El Faro de Reykjavík, sem flytur íslenskar fréttir á spænsku. Èric hefur verið á Spáni frá 11. september en segir að átökin hafi hafist fyrir alvöru þann 20. september.
„Lögreglan braust inn í ráðuneyti, lagði hönd á kjörseðla og prentara og handtók ráðamenn sem hún sakaði um að skipuleggja atkvæðagreiðsluna,“ segir Èric. Hann lýsir því hvernig óeirðalögreglumenn hótuðu að brjótast inn í skrifstofur CUP, vinstrisinnaðs stjórnmálaflokks héraðsins, fyrir það eitt að styðja atkvæðagreiðsluna. „En þeir voru bara að …
Athugasemdir