Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu stöðvuð með valdi

Lög­regla hef­ur lagt hald á kjör­seðla og hand­tek­ið skipu­leggj­end­ur þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði katalónska hér­aðs­ins. Blaða­mað­ur­inn Èric Llu­ent lýs­ir at­burð­um líð­andi stund­ar.

Í aðdraganda fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu hefur lögreglan handtekið ráðamenn, brotist inn í ráðuneyti og skrifstofur fjölmiðla og lagt hald á prentara til að stöðva prentun atkvæðaseðla. Forseti héraðsins segir að heimastjórn hafi í raun verið leyst frá völdum.

„Það er verið að senda þúsundir sérsveitarmanna til að stöðva þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Èric Lluent, katalónskur blaðamaður sem býr á Íslandi og rekur fréttamiðilinn El Faro de Reykjavík, sem flytur íslenskar fréttir á spænsku. Èric hefur verið á Spáni frá 11. september en segir að átökin hafi hafist fyrir alvöru þann 20. september.

„Lögreglan braust inn í ráðuneyti, lagði hönd á kjörseðla og prentara og handtók ráðamenn sem hún sakaði um að skipuleggja atkvæðagreiðsluna,“ segir Èric. Hann lýsir því hvernig óeirðalögreglumenn hótuðu að brjótast inn í skrifstofur CUP, vinstrisinnaðs stjórnmálaflokks héraðsins, fyrir það eitt að styðja atkvæðagreiðsluna. „En þeir voru bara að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár