Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill að heilbrigðisstarfsfólk læri af reynslu þolenda

Sæ­rún Harð­ar­dótt­ir hef­ur glímt við al­var­leg­ar lík­am­leg­ar af­leið­ing­ar þess að hafa ver­ið beitt kyn­ferð­isof­beldi sem barn. Hún vill að heil­brigð­is­starfs­fólk hlusti á reynslu­sög­ur þo­lenda og læri að bera kennsl á ein­kenn­in, sem oft­ar en ekki brjót­ast út í lík­am­leg­um verkj­um.

Rúmlega tólf ára gömul byrjaði Særún að ganga á milli lækna vegna óútskýrðra krónískra verkja í maganum. Hún fór í ótal blóðrannsóknir og myndatökur, en aldrei fannst nein orsök. Í dag er hún sannfærð um að verkirnir hafi komið til vegna kynferðisofbeldisins sem hún var beitt á barnsaldri. „Auðvitað fannst engin líkamleg útskýring, því þetta var áfallið sem var að koma fram í líkamanum á mér. Ég varð að loka sársaukann inni og beindi honum því inn í líkamann,“ segir hún.

Særún var beitt kynferðisofbeldi af hendi ættingja reglulega frá því hún var tólf ára gömul. Ofbeldið stóð yfir í alls fimm ár og var Særún því komin í menntaskóla þegar því linnti. Strax sem barn byrjaði hún að finna fyrir líkamlegum afleiðingum ofbeldisins. „Þetta fer inn í ómeðvitaða kerfið á manni. Flest af því sem gerist í svefni er til dæmis ómeðvitað, en eru viðbrögð við því sem maður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár