Rúmlega tólf ára gömul byrjaði Særún að ganga á milli lækna vegna óútskýrðra krónískra verkja í maganum. Hún fór í ótal blóðrannsóknir og myndatökur, en aldrei fannst nein orsök. Í dag er hún sannfærð um að verkirnir hafi komið til vegna kynferðisofbeldisins sem hún var beitt á barnsaldri. „Auðvitað fannst engin líkamleg útskýring, því þetta var áfallið sem var að koma fram í líkamanum á mér. Ég varð að loka sársaukann inni og beindi honum því inn í líkamann,“ segir hún.
Særún var beitt kynferðisofbeldi af hendi ættingja reglulega frá því hún var tólf ára gömul. Ofbeldið stóð yfir í alls fimm ár og var Særún því komin í menntaskóla þegar því linnti. Strax sem barn byrjaði hún að finna fyrir líkamlegum afleiðingum ofbeldisins. „Þetta fer inn í ómeðvitaða kerfið á manni. Flest af því sem gerist í svefni er til dæmis ómeðvitað, en eru viðbrögð við því sem maður …
Athugasemdir