Trump krefur bandaríska skattinn um 10 milljarða dollara

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur stefnt banda­ríska skatt­in­um, sem lút­ir stjórn rík­is­stjórn­ar hans. Trump vill 10 millj­arða dala vegna leka á skatt­fram­töl­um hans sem sýndu að hann greiddi sára­lít­ið í tekju­skatt.

Trump krefur bandaríska skattinn um 10 milljarða dollara

Donald Trump forseti hefur höfðað mál gegn bandarísku skattstofunni (IRS) og krefst 10 milljarða dala, jafnvirði 1.240 milljarða króna, vegna meints leka á skattframtölum sem hann segir að hafi skaðað viðskipti sín.

Í málshöfðuninni – sem forsetinn höfðaði í eigin nafni ásamt tveimur elstu sonum sínum, Eric og Donald Jr., og fjölskyldufyrirtæki þeirra, The Trump Organization – sagði að skatturinn og fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna „bæri skylda til að vernda og tryggja trúnaðargögn um skattframtöl stefnenda“.

Skattframtöl Trumps voru mikið í umræðunni á fyrsta kjörtímabili hans eftir að hann braut hefð og neitaði að birta þau sem frambjóðandi.

Skattaskjölunum var lekið til fjölmiðla af Charles „Chaz“ Littlejohn, fyrrverandi starfsmanni skattsins, sem starfaði frá maí 2019 til september 2020, samkvæmt málshöfðuninni.

„Sakborningar hafa valdið stefnendum mannorðstjóni og fjárhagslegum skaða, opinberri niðurlægingu, óréttmætri svörtun á viðskiptaorðspori þeirra, sýnt þá í fölsku ljósi og haft neikvæð áhrif á opinbera stöðu Trumps forseta og hinna …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er þrennt sem einkennir stjórn USA í dag, glæpir. Spilling og grimmd. Því miður eru of margir stjórnmálamenn og líka almenningur sem virðist hallast of mikið að þessum gildum í okkar heimshluta líka.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár