„Ég horfði á hann deyja,“ segir Stella Carlson með tárin í augunum í viðtali við Anderson Cooper á CNN.
Hún varð vitni að því þegar ICE-liðar skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis síðastliðinn laugardag. Carlson segir Pretti ekki hafa verið ógn við öryggi ICE-liða. „Þetta var morð fyrir allra augum, úti á miðri götu,“ segir hún. Pretti var 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari.
Carlson var ein af þeim sem tóku aðdraganda morðsins og morðið sjálft upp á myndband sem hægt verður að notast við sem sönnunargagn í rannsókn á málinu. Hún hafði sést á öðrum upptökum af morðinu og var kölluð „konan í bleika jakkanum“ en ákvað að stíga fram. „Ég trúi því að Bandaríkin vilji heyra sannleikann.“

Lýsingar yfirvalda ósannar
Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta varði árás ICE-liða en Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna sagði …
















































Athugasemdir