Tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot fjölgaði á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Alls voru 629 kynferðisbrot tilkynnt árið 2025, sem er 13 prósenta aukning frá árinu á undan. Sérstaklega hefur orðið mikil fjölgun tilkynninga um kynferðisbrot gegn börnum og barnaníð.
Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að lögregla skráir bæði hvenær brot átti sér stað og hvenær það var tilkynnt, þar sem í mörgum málum líður langur tími á milli. Á árinu 2025 var tilkynnt um 194 nauðganir, þar af áttu 142 sér stað sama ár. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um 5 prósent frá árinu 2024, en miðað við meðaltal þriggja ára þar á undan fækkaði þeim um 6 prósent.
Alls var tilkynnt um 133 kynferðisbrot gegn börnum, sem er 18 prósenta aukning miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá voru tilkynningar um barnaníð 51 talsins, sem jafngildir 53 prósenta fjölgun frá sama samanburðartímabili.
Konur voru í miklum meirihluta brotaþola. …




















































Athugasemdir