Trump virðist taka yfir Grænland og Kanada á samfélagsmiðlamyndum

Don­ald Trump birti mynd­ir sem gefa til kynna banda­ríska ásælni í Græn­land og Kan­ada. Í færslu á Truth Social lýs­ir hann land­inu lyk­il­at­riði í heims­ör­yggi og seg­ir ekki verða snú­ið til baka og birt­ir sam­hliða sam­skipti við leið­toga NATO og for­seta Frakk­lands..

Trump virðist taka yfir Grænland og Kanada á samfélagsmiðlamyndum
Bandarískt yfirráðasvæði Myndina birti Trump á eigin samfélagsmiðli. Á henni sést hann með varaforseta sínum JD Vance og utanríkisráðherranum Marko Rubio stinga niður fána á Grænlandi, við hlið skiltist sem á stendur „Grænland - bandarískt yfirráðasvæði stofnað 2026“. Mynd: Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann virðist stinga niður fána Bandaríkjanna á Grænlandi. Á annarri mynd, sem hann birti um svipað leyti, sést hann lesa yfir evrópskum leiðtogum á skrifstofu sinni fyrir framan kort sem gefur til kynna að Kanada tilheyri Bandaríkjunum.

Í færslu á Truth Social segir hann Grænland vera „óumflýjanlegt fyrir þjóðar- og heimsöryggi“. Trump segist hafa átt „mjög gott símtal“ við Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, þar sem Grænland hafi verið til umræðu. Hann segist hafa samþykkt að funda með ýmsum í Davos í Sviss og ítrekar að ekki verði „snúið til baka“ í Grænlandsmálinu.

Bandaríski fáninnÁ myndinni sem Trump deildi á samfélagsmiðlinum Truth Social sést hann messa yfir evrópskum leiðtogum fyrir framan kort af Ameríku, þar sem Kanada er sveipað bandarískum fána.

„Grænland er óumflýjanlegt fyrir þjóðar- og heimsöryggi,“ skrifar Trump og bætir við að Bandaríkin séu „eina valdið“ sem geti tryggt frið í heiminum, meðal annars vegna uppbyggingar bandaríska hersins á fyrra kjörtímabili hans, sem hann segir halda áfram með auknum hraða.

Á myndinni sem Trump birtir sést hann standa á grófu, norðlægu landslagi með bandaríska fánann á lofti. Við hlið hans er skilti þar sem stendur „Greenland – US Territory – Est. 2026“. Framsetning Trumps gengur jafnvel enn lengra en áður hefur sést í umræðu um Grænland og ásælni Bandaríkjaforseta í landið.

Trump lauk færslu sinni með því að segja að friður í heiminum yrði tryggður „með styrk“.

Forsetinn birti líka samskipti sín við bæði Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. „Við erum algjörlega sammála um Sýrland. Við getum gert frábæra hluti gagnvart Íran. Ég skil ekki hvað þú ert að gera varðandi Grænland,“ skrifar Macron í textaskilaboðum til Trumps.

Sá franski býðst svo til að setja upp fund með G7-ríkjunum í Davos í París á fimmtudag, þangað sem hann getur boðið bæði Úkraínumönnum, Dönum, Sýrlendingum og Rússum. Svo vill hann líka bjóða Trump í kvöldmat.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Trump er að verða hættulegri heimsfriðnum en Pútín.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár