Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur verið boðið að taka þátt í „friðarráði“ Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem ætlað er að hafa umsjón með stjórnsýslu og uppbyggingu á Gaza eftir stríð, að því er talsmaður stjórnvalda í Kreml sögðu í morgun.
„Pútín forseti fékk einnig boð um að ganga til liðs við þetta friðarráð,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov við blaðamenn, þar á meðal AFP, og bætti við að Rússar væru að reyna að „skýra öll blæbrigði“ tilboðsins með Washington.
Aðrir leiðtogar sem sagðir eru hafa fengið boð um að taka þátt í „friðarráðinu“:
- Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu
- Javier Milei, forseti Argentínu
- Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu
- Mark Carney, forsætisráðherra Kanada
- Nikos Christodoulides, forseti Kýpur
- Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands
- Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands
- Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
- Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu
- Abdullah II, konungur Jórdaníu
- Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans
- Santiago Pena, forseti Paragvæ
- Nicusor Dan, forseti Rúmeníu
- Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands

















































Athugasemdir