Ísland fordæmir löggjöf Ísraels gagnvart UNRWA

Ís­land for­dæm­ir lög­gjöf Ísra­els sem hef­ur lok­að fyr­ir vatn, raf­magn og fjar­skipti Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar­inn­ar. „Slík­ar að­gerð­ir grafa und­an um­boði Sam­ein­uðu þjóð­anna, brjóta í bága við al­þjóða­lög og ganga gegn nið­ur­stöð­um Al­þjóða­dóm­stóls­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu.

Ísland fordæmir löggjöf Ísraels gagnvart UNRWA
Yfirlýsingar Íslands Ísland fordæmir aðgerðir Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Mynd: Golli

Í land ásamt Írlandi, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Slóveníu og Spáni hafa fordæmt nýjustu löggjöf Ísraels gegn Palestínuflóttamannaaðstoðinni, UNRWA, þar á meðal aðgerðir til að loka fyrir vatn, rafmagn og fjarskipti til starfsstöðva stofnunarinnar. Ísrael lagðist í slíkar aðgerðir á gamlársdag.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Slíkar aðgerðir grafa undan umboði Sameinuðu þjóðanna, brjóta í bága við alþjóðalög og ganga gegn niðurstöðum Alþjóðadómstólsins, en hætta er á alvarlegum mannúðarlegum afleiðingum fyrir palestínska borgara og flóttamenn.“

Við skorum einnig á Ísrael að tryggja að alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum verði áfram heimilt að starfa á Gaza og að öllum afskráningum verði hætt. Frjálsum félagasamtökum er verulegur hluti af allri mannúðarþjónustu og sérstaklega heilbrigðisþjónustu á Gaza og Vesturbakkanum.“ 

Gaza eftir vopnahléUNRWA hefur aðstoðað Palestínumenn á Gaza.

Þau segja starf SÞ, sér í lagi UNRWA, ásamt öðrum mannúðarstofnunum og frjálsum félagasamtökum, nauðsynlegt „til að takast á við hörmulegar mannúðaraðstæður og veita lífsnauðsynlega aðstoð og nauðsynlega þjónustu til borgara á Gaza, hernumdu palestínsku svæðunum og svæðinu í heild.“

Þá segir í tilkynningunni: „Við undirstrikum skylduna til að tryggja fulla, örugga og óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð og gera mannúðaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra kleift að halda áfram starfsemi sinni, í samræmi við mannúðarrétt og viðeigandi alþjóðlegar lagalegar skuldbindingar.

Virðing fyrir forréttindum og friðhelgi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannúðarlögum er nauðsynleg.“

Fordæma landtökubyggðir

Er þetta þriðja yfirlýsing Íslands er varðar málefni Palestínu á tveimur vikum. Á jóladag birtist yfirlýsing sextán ríkja sem fordæma nítján fyrirhugaðar landnámsbyggðir á Vesturbakka.

Þar segir: „Við minnum á að slíkar einhliða aðgerðir, sem eru hluti af víðtækari hernaði landnemabyggðarstefnu á Vesturbakkanum, brjóta ekki aðeins gegn alþjóðalögum heldur geta einnig kynt undir óstöðugleika. Þær geta grafið undan framkvæmd heildrænu áætlunarinnar fyrir Gaza [e. Comprehensive Plan for Gaza] nú í kjölfar þeirrar viðleitni sem hefur ríkt til að komast á 2. áfanga [áætlunarinnar] og skaðað áform um langvarandi frið og öryggi á svæðinu.“

Í nýrri skýrslu segir mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna að „kerfisbundin mismunun“ gegn Palestínumönnum á hernumdu palestínsku svæðunum hafi „versnað verulega“ á undanförnum árum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur nú í fyrsta sinn lýst framferði Ísraela sem aðskilnaðarstefnu.

Þungar áhyggjur af borgurum

Í lok árs tók Ísland þátt í yfirlýsingu ellefu ríkja þar sem alvarlegum áhyggjum vegna alvarlegs mannúðarástands á Gaza var lýst yfir.

„Nú þegar vetur gengur í garð standa óbreyttir borgarar á Gaza frammi fyrir hræðilegum aðstæðum með mikilli úrkomu og lækkandi hitastigi. 1,3 milljónir manna þurfa enn á skjóli að halda. Meira en helmingur heilbrigðisstofnana er aðeins að hluta til starfhæfur og stendur frammi fyrir skorti á nauðsynlegum læknisbúnaði og vistum. Hreinlætisinnviðir hafa algjörlega hrunið og eru 740.000 manns því í viðkvæmri stöðu vegna eiturefnaflóða,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár