Hugmyndin að vínframleiðslunni fæddist tiltölulega nýlega að sögn Hrundar. „Það var bara eitt sumarkvöld sem við sátum saman með vínglas, eins og svo oft, og ræddum hversu spennandi það væri að framleiða eigið vín. Og þar sem við vissum að vínviður þrífst ekki vel á Íslandi, þá datt okkur í hug að brugga úr einhverju öðru. Eftir smá leit á netinu fundum við út að það væri heppilegt að brúka rabarbara við að framleiða freyðivín, og eftir að hafa hugleitt þetta í stutta stund fór í raun boltinn að rúlla. Við erum báðar þannig að við látum verkin tala og vindum okkur í hlutina. Það eru sögur af því að fólk sé að brugga heima með rabarbara hér á landi, en samt enginn að framleiða freyðivín úr honum. Þetta er svolítið langt ferli, gerjunarferlið er nefnilega öðruvísi en með bjórinn til dæmis,“ segir Hrund.
Hrund er ferðamálafræðingur að mennt og …




























Athugasemdir