Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að X, samfélagsmiðill Elon Musk, grípi til tafarlausra aðgerða vegna falsaðra kynferðislegra mynda sem gervigreindartólið Grok býr til af börnum.
„Það sem við höfum séð á netinu undanfarna daga er algjörlega hræðilegt og óásættanlegt í siðuðu samfélagi,“ sagði Liz Kendall tækniráðherra Bretlands í yfirlýsingu. „X þarf að takast á við þetta tafarlaust.“
Gervigreindartólið Grok stendur frammi fyrir sívaxandi alþjóðlegri gagnrýni þar sem notendum hefur verið leyft að búa til kynferðislegar djúpfalsaðar myndir af konum og börnum í gegnum svokallaða „kryddaða stillingu“ eða spicy mode.
„Grok býður nú upp á „kryddaða stillingu“ sem sýnir kynferðislegt efni með myndum sem líkjast börnum,“ sagði Thomas Regnier talsmaður hjá Evrópusambandsins. „Þetta er ekki kryddað. Þetta er ólöglegt. Þetta er hræðilegt. Þetta er viðbjóðslegt.“
Framkvæmdastjórn ESB hefur tilkynnt að hún fari nú „mjög alvarlega“ yfir kvartanir sem hafa borist vegna tólsins. Framkvæmdastjórnin hefur fordæmt dreifingu efnisins á …














































Athugasemdir