Stöðva þurfi fölsun kynferðislegra mynda af börnum á tólinu Grok

Yf­ir­völd í Bretlandi og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kalla eft­ir því að kom­ið verði í veg fyr­ir að gervi­greind­ar­tól­ið Grok í eigu Elon Musks sé not­að til að skapa fals­að­ar kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir af börn­um.

Stöðva þurfi fölsun kynferðislegra mynda af börnum á tólinu Grok
Elon Musk Er eigandi gervigreindartólsins Grok og samfélagsmiðilsins X. Mynd: AFP

Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að X, samfélagsmiðill Elon Musk, grípi til tafarlausra aðgerða vegna falsaðra kynferðislegra mynda sem gervigreindartólið Grok býr til af börnum.

„Það sem við höfum séð á netinu undanfarna daga er algjörlega hræðilegt og óásættanlegt í siðuðu samfélagi,“ sagði Liz Kendall tækniráðherra Bretlands í yfirlýsingu. „X þarf að takast á við þetta tafarlaust.“

Gervigreindartólið Grok stendur frammi fyrir sívaxandi alþjóðlegri gagnrýni þar sem notendum hefur verið leyft að búa til kynferðislegar djúpfalsaðar myndir af konum og börnum í gegnum svokallaða „kryddaða stillingu“ eða spicy mode.

„Grok býður nú upp á „kryddaða stillingu“ sem sýnir kynferðislegt efni með myndum sem líkjast börnum,“ sagði Thomas Regnier talsmaður hjá Evrópusambandsins. „Þetta er ekki kryddað. Þetta er ólöglegt. Þetta er hræðilegt. Þetta er viðbjóðslegt.“

Framkvæmdastjórn ESB hefur tilkynnt að hún fari nú „mjög alvarlega“ yfir kvartanir sem hafa borist vegna tólsins. Framkvæmdastjórnin hefur fordæmt dreifingu efnisins á …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár