„Þ
etta gæti verið góð skemmtun fyrir alla að gera í byrjun ársins,“ segir Ragnhildur Katla Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landvernd, sem stendur fyrir plokki á nýársdag þar sem flugeldarusl verður tínt upp.
„Það verður svo rosalega mikið af tertum, flugeldum og ögnum í grasi, á leikvöllum og á götum,“ segir hún og bendir á að í rigningu verði flugeldarusl oft að einhvers konar drullu og að í vindi geti ruslið fokið víða.
„Það ætlar sér enginn að menga. Við viljum bara fagna því að gamla árið sé liðið og það nýja komið. En eins og Íslendingar eru, þá förum við svolítið út í öfgar,“ segir hún og bætir við að úrval flugelda hafi aukist og sala sé „ekki að minnka.“
Ragnhildur bendir einnig á að mengunin sé ekki einungis það rusl sem verður eftir heldur sé að miklu leyti svifryksmengun. Umhverfis- og orkustofnun hefur gefið það út að mengun …
















































Athugasemdir