Breytingar í nágrenni og innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið í deiglunni undanfarið þar sem tekist er meðal annars á um hvort halda eigi víðernum ósnortnum.
„Það er mjög sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann í svona uppbyggingu og fattað að náttúran er það sem er einstakt við svæðið okkar og þjóðgarðinn. Það er ástæðan fyrir að langflestir ferðamenn heimsækja svæðið,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, íbúi í Öræfum, í samtali við Heimildina.
Hún segir mikilvægt að Vatnajökulsþjóðgarður stígi fast til jarðar þegar kemur að framkvæmdum í og við þjóðgarðinn. „Þetta snýst um náttúruvernd, þannig að mér finnst mjög óeðlilegt að þau séu diplómatísk í þannig málefnum.“
Heimildin fór yfir stöðuna í Skaftafelli, Hoffelli og Vonarskarði en breytingar á þessum þremur svæðum, í og við Vatnajökulsþjóðgarð, hafa vakið harða gagnrýni.
„Skrímsli“ í Skaftafelli
Nýlega vakti athygli uppbygging …

































Athugasemdir