Háskóli Íslands hefur ákveðið að takmarka frekar fjölda nemenda utan Evrópska efnahagssvæðisins á næsta skólaári. Þetta var ákveðið á fundi háskólaráðs 4. desember.
Á sumum námsleiðum eru takmarkanir á nemendum utan EES nýtilkomnar en á öðrum voru þær fyrir og eru nú þrengdar. Á enn öðrum standa þær stað og í hjúkrunarfræði voru þær rýmkaðar.
Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektur segir ákvarðanir um fjöldatakmarkanir á námsleiðum alltaf teknar í desember. „Á félagsvísindasviði og hugvísindasviði er verið að takmarka fjöldann utan EES til þess að geta fókusað meira á innflytjendur sem eru á landinu núna,“ segir hún. „Aðrar námsleiðir eru að takmarka heildarfjölda nemenda alveg sama hvaða ríkisfang þeir eru með.“
Hún segir fjölgun nemenda á undanförnum árum ekki vera sjálfbæra miðað við starfsmannafjölda skólans. „Það hefur verið það mikill aukafjöldi í vissar alþjóðlegar námsleiðir en við erum með takmarkaðan kennarafjölda,“ segir hún. „Sumar námsleiðir eru til þriggja ára og við …










































Athugasemdir