Óhagnaðardrifin leiga hefur ekki haldið í við verðbólgu á síðasta ári. Hún hefur lækkað að raunvirði á meðan markaðsleiga hefur staðið í stað og munurinn á miðgildi óhagnaðardrifnar leigu og markaðsleigu er í kringum 150 þúsund krónur.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). „Bilið á milli markaðsleigu og óhagnaðardrifinnar leigu hefur því breikkað, á sama tíma og biðlistar eftir leiguíbúðum utan markaðsleigu eru langir,“ segir í skýrslunni.
Mynd sem HMS birtir sýnir dreifingu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á föstu verðlagi eftir því hvort samningarnir teljist til markaðsleigu eða ekki árin 2024 og 2025. Lítil breyting hefur orðið á meðaltali markaðsleigu á milli ára ef tekið er tillit til verðbólgu. Hins vegar hefur dreifingin þrengst þannig að minni munur er á milli dýrra og ódýrra leigusamninga en áður.
„Meðaltal óhagnaðardrifinnar leigu hefur aftur á móti lækkað að raunvirði, þar sem slíkir leigusamningar hafa ekki hækkað í takt við verðbólgu,“ …











































Athugasemdir