1. Að lesa góða bók
G. Pétur Matthíasson
„Það er yndislegt að lesa – allan ársins hring. Sérstaklega er þó notalegt að liggja út af með góða bók þegar skammdegið er sem mest. Hverfa inn í aðra veröld og njóta alls þess sem lesturinn hefur upp á að bjóða. Ekki til að hverfa úr skammdeginu því það umlykur lesturinn og umvefur lesandann um leið og hann upplifir allt það sem í boði er sem er endalaust. Bókin hefur fylgt mér frá því ég lærði að lesa og er alltaf innan seilingar. Þegar ég var nýbúinn að læra að lesa las ég upphátt fyrir litla bróður minn. Undir jól þegar spennan var sem mest og við áttum að vera farnir að sofa, lágum við undir sæng með vasaljós og ég las. Þetta olli þeim vandræðum, sem ekki sáust fyrir, að bróðir minn varð seint læs – honum dugði alveg að ég …





















































Athugasemdir