Alls voru 224.056 skráð í þjóðkirkjuna 1. desember síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár. Er það um 54,5 prósent landsmanna en aldrei hefur jafn lítill hluti landsmanna verið skráður í þjóðkirkjuna.
Til samanburðar var 65,2 prósent landsmanna í þjóðkirkjunni 1. desember árið 2019. Þjóðkirkjan er fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins en næst kemur Kaþólska kirkjan með 15.917 skráða meðlimi og í þriðja sæti er Fríkirkjan í Reykjavík með 10.053 skráða meðlimi.
Mest hefur fjölgað í Kaþólsku kirkjunni frá 1. desember 2024 eða um 369 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Wat Phra búddistasamtökunum, eða um 25 prósent.
Þá voru 30.931 skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga sem er 0,5 prósent hækkun frá 1. desember 2024. „Ef að einstaklingur er utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þá hefur sá einstaklingur tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar,“ segir í frétt Þjóðskrár. „Alls voru 94.646 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu. Ef að einstaklingur er með ótilgreinda skráningu …












































Athugasemdir