„Ég tel að það sé samfélagslega ótækt og ekki rétt að manneskja sem fyrirkemur annarri manneskju taki arf eftir viðkomandi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson réttargæslumaður hálfbróður Margrétar Höllu Hansdóttur Löf. Hún var í gær dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að bana föður sínum og fyrir að beita móður sína ofbeldi.
Hálfbróðirinn krafðist þess fyrir dómi að hún hefði fyrirgert erfðarétti sínum með því að myrða föður sinn. Ekki var fallist á þá kröfu og vísað til þess að samkvæmt lögum heyri svipting erfðaréttar til refsikenndra viðurlaga við afbroti. Slík ákvörðun hafi því þurft að koma frá ákæruvaldinu.
Óvisst um framhaldið
„Ég tel að niðurstaðan varðandi sakfellingu og forsendur fyrir henni og ákvörðun refsingar sé lögfræðilega hárrétt og í samræmi við dómaframkvæmd,“ segir Vilhjálmur um niðurstöðu dómsins.
Það sé hins vegar ekki hægt að sætta sig við frávísun á kröfu bróður Margrétar. „Ég …













































Athugasemdir