MMargrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að bana föður sínum, Hans Roland Löf, í apríl síðastliðnum. Réttarhöldin voru lokuð en dómur hafði ekki verið birtur þegar þetta var ritað.
Margrét var ákærð fyrir að bana föður sínum og fyrir tilraun til manndráps þegar kom að móður hennar. Margrét beitti þau margvíslegu ofbeldi sem virðist hafa staðið yfir um árabil.
Það var í byrjun apríl sem lögregla og sjúkrabíll voru kölluð að einu glæsilegasta húsi sem finna má á Arnarnesi. Þegar inn var komið fundu sjúkraflutningamenn Hans Roland þar sem hann lá þungt haldinn í stóru anddyri hússins. Var hann fluttur á spítala þar sem hann lést samdægurs, á afmælisdegi sínum, áttræður að aldri.

Í ljós kom að hann var með gífurlega umfangsmikla áverka. Þeir eru svo margir að aðeins verður tæpt á þeim helstu. Hann …












































Athugasemdir