Ekki er víst að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, snúi aftur til starfa í ráðuneytinu að loknu veikindaleyfi. Guðmundur Ingi er á leið í hjartaaðgerð.
Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í kvöld, þar sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók þátt í umræðum formanna flokka á þingi. Sagði hún að óljóst væri hvernig framhaldið yrði eftir aðgerðina. „Það veit enginn hvernig það fer, einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga, og annað slíkt eftir slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland orðrétt.
Guðmundur Ingi tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra í mars síðastliðnum, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér. Þegar greint var frá því að Guðmundur Ingi færi í veikindaleyfi var sagt að hann myndi snúa aftur til starfa að leyfinu loknu.
Óljóst er hvenær eða hvort ákvörðun verður tekin um varanlega lausn í ráðuneytinu, en málið ræðst að sögn Ingu Sæland af bataferli ráðherrans eftir aðgerðina. …












































Athugasemdir (1)