Píratar vilja í viðræður um sameiginlegt framboð

Stjórn Pírata í Reykja­vík hef­ur ákveð­ið að fara í við­ræð­ur við aðra flokka um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Píratar vilja í viðræður um sameiginlegt framboð
Fundur Ákvörðunin var samþykkt samhljóða á fundi hjá Pírötum í Reykjavík. Mynd: Sigtryggur Ari

Píratar í Reykjavík samþykktu á félagsfundi í dag að veita stjórn félagsins umboð til að hefja viðræður um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar í kosningunum vorið 2026. Ákvörðunin var samþykkt einróma.

Í tilkynningu segir að markmiðið með viðræðunum sé að kanna grundvöll fyrir samstarf í komandi borgarstjórnarkosningum. Formaður Pírata, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, segir flokkinn hafa skýra sýn á framtíð borgarinnar.

„Píratar eru rödd mannréttinda, lýðræðis og grænnar borgar. Við höfum gjörbylt þjónustu borgarinnar við íbúa og fært hana inn í nútímann svo eftir er tekið á alþjóðavísu. Við höfum framtíðina ávallt að leiðarljósi og ég er bæði spennt og fyllt vonar til þessara næstu skrefa í sögu Pírata í Reykjavík,“ segir hán.

Ekki kemur fram í tilkynningunni við hvaða aðila Píratar hyggjast ræða um sameiginlegt framboð, né hvenær viðræður hefjast. Líklegt verður þó að teljast að það sé Vor til vinstri, nýtt framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem situr í borgarstjórn fyrir Sósíalistaflokk Íslands. Hún kallaði eftir samtali við aðra flokka þegar hún kynnti nýja framboðið. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár