Svandís sækist ekki eftir endurkjöri

Svandís Svavars­dótt­ir mun ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem formað­ur Vinstri grænna.

Svandís sækist ekki eftir endurkjöri

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mun ekki bjóða sig aftur fram til formanns á næsta landsfundi flokksins sem verður haldinn á næsta ári. Hún segir ákvörðunina persónulega og að hún hafi tekið hana „af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun.“

Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook. 

„Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma,“ skrifar hún.

Svandís segir hafa fulla trú á hlutverki Vinstri grænna. „Og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni.“

Svandís var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi í október 2024 og tók hún við af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Flokkurinn datt út af þingi í alþingiskosningunum fyrir rétt rúmu ári og mælist enn utan þings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár