„Parísarsamningurinn hefur gegnt lykilhlutverki í að ýta undir loftslagsaðgerðir og gera að forgangsverkefni bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, um áhrif Parísarsamningsins síðustu tíu ár og kom út í nóvember.
Í dag er áratugur síðan samkomulagi um Parísarsamninginn var náð á COP21, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, við mikil fagnaðarlæti í fundarsal í París. „Parísarsamningurinn er stórkostlegur sigur fyrir fólk og plánetu okkar,“ sagði Ban Ki-moon þáverandi aðalritari SÞ.
Uppspretta trausts
Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar samningsins hafi loftslagsbreytingar verið teknar alvarlegar. „Stjórnmálamenn telja að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu teknar mun alvarlegar í dag en árið 2015 og búast við að þær verði áfram forgangsverkefni fram til ársins 2040 undir Parísarsamningnum.“
Þá telja sérfræðingar skýrslunnar að án samningsins hefðu loftslagsaðgerðir minnkað eftir árið 2015. Þeir segja hann einnig vera „uppsprettu trausts á langtímaaðgerðir.“
Í aðdraganda Parísarsamningsins var aukinn pólitískur vilji til þess …



















































Athugasemdir