Sanna með nýtt framboð

Sá borg­ar­full­trúi sem al­menn­ingi þyk­ir standa sig best hef­ur boð­að nýtt fram­boð fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Sanna með nýtt framboð
Sanna Magdalena Var beðin um að yfirgefa Sósíalistaflokk Íslands af framkvæmdastjórn flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég býð því öllu félagshyggjufólki til fundar á nýju ári,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi í nýju myndbandi. Sanna, sem hefur verið fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, boðar nú nýtt félagshyggjuframboð fyrir komandi borgarstjórnarkosningar 16. maí. Hún ætlar þó að halda áfram að vera félagi í Sósíalistaflokki Íslands og bíður í von um nýja stjórn.

Framboð Sönnu heitir Vor til vinstri. Hún listar upp helstu mál á nýrri vefsíðu sinni. Þar segir hún að heimili fólks hafi verið markaðsvætt, sjálfsögð þjónusta við fólk of dýr og það þurfi „borg sem er einföld, þægileg og ódýrari fyrir okkur öll“.

Sanna vill leggja útsvar á fjármagnstekjur, en sem stendur eru þær eingöngu skattlagðar með 22% fjármagnstekjuskatti sem rennur í ríkissjóð. „Það gengur ekki að þau tekjuhæstu og ríkustu greiði nánast ekkert til nærsamfélagsins. Þetta grefur undan getu borgarinnar til að veita öfluga þjónustu og bæta lífsgæði,“ segir Sanna.

Ný könnun Maskínu sýndi að af öllum borgarfulltrúum þótti fólki Sanna standa sig best. Þrátt fyrir það hefur orðið rof milli hennar og flokks hennar, Sósíalistaflokks Íslands. Eftir að Sanna varpaði vafa á hvort hún myndi bjóða sig fram fyrir annað framboð sendi framkvæmdastjórn flokksins frá sér yfirlýsingu um að hún ætti að yfirgefa hann.

„Ég starfa fyrir grasrótina og fólkið í borginni,“ segir Sanna og situr sem fastast í flokknum. „Þess vegna ætla ég ekki að segja mig úr flokknum, þrátt fyrir þrýsting frá nýrri stjórn. Ég trúi því að á næsta aðalfundi taki fólk við stjórn sem hefur skýra sýn, heiðarleika og stuðning meirihluta félaga.“ 

„Getum við lagt flokkana aðeins til hliðar?“ spyr Sanna í framboðsmyndbandinu. 

„Ný stjórn hefur skapað óvissu og togstreitu meðal félaga, bæði innan sem utan flokks. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því hvert flokkurinn stefnir. Ég skil þær áhyggjur mjög vel. En ég er sannfærð um að þessi tímabundna óvissa verði stuttur kafli í sögu flokksins,“ segir Sanna á nýrri framboðssíðu sinni, Vor til vinstri.

Því virðist ekki verða af þeirri hugmynd að Sanna sameinist með Vinstri grænum og Pírötum um vinstra framboð í borginni.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár