Eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á uppbyggingunni við Skaftafell

Sigrún Ág­ústs­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ar, seg­ir ásýnd þjóð­garðs­ins skipta máli og að það sé eðli­legt að fólk hafi sterk­ar skoð­an­ir á upp­bygg­ing­unni í Skafta­felli. Flest­um sjón­ar­mið­um þjóð­garðs­ins hafi þeg­ar ver­ið kom­ið á fram­færi.

Eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á uppbyggingunni við Skaftafell
Forstjóri Náttúruverndarstofnunar Ný stofnun tók til starfa í upphafi þessa árs. Mynd: Golli

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, segir það mjög eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir uppbyggingunni sem á sér nú stað í Skaftafelli. „Það væri skrítið ef það væri ekki. Þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur, þegar fólk hættir að hafa skoðanir á íslenskri náttúru.“

Náttúruverndarstofnun tók til starfa í upphafi þessa árs og tók þá meðal annars við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. En líkt og Heimildin fjallaði um nýlega er verið að byggja ferðamannahýsi við þjóðgarðinn í Skaftafelli. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að uppbyggingin stangist á við umhverfi þjóðgarðsins, gjörbreyti ásýnd þjóðgarðsins sem og sveitarinnar. 

Sigrún skýrir að flestum sjónarmiðum þjóðgarðsins hafi verið komið á framfæri þegar breytingar á deiliskiplagi hafi komið til umsagnar undanfarin ár.

„Það helsta sem við höfum að segja hefur þegar komið fram. Þetta er auðvitað nálægt þjóðgarðinum og þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá, það er minnt á það. Það …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár