Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, segir það mjög eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir uppbyggingunni sem á sér nú stað í Skaftafelli. „Það væri skrítið ef það væri ekki. Þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur, þegar fólk hættir að hafa skoðanir á íslenskri náttúru.“
Náttúruverndarstofnun tók til starfa í upphafi þessa árs og tók þá meðal annars við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. En líkt og Heimildin fjallaði um nýlega er verið að byggja ferðamannahýsi við þjóðgarðinn í Skaftafelli. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að uppbyggingin stangist á við umhverfi þjóðgarðsins, gjörbreyti ásýnd þjóðgarðsins sem og sveitarinnar.
Sigrún skýrir að flestum sjónarmiðum þjóðgarðsins hafi verið komið á framfæri þegar breytingar á deiliskiplagi hafi komið til umsagnar undanfarin ár.
„Það helsta sem við höfum að segja hefur þegar komið fram. Þetta er auðvitað nálægt þjóðgarðinum og þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá, það er minnt á það. Það …












































Athugasemdir