Vefsíða sem ungur íslenskur maður í Dubai auglýsir á samfélagsmiðlum – og segist hafa stofnað – hefur selt NFT-myndtákn af hundruðum myllumerkja frá því í gær. Maðurinn, Sergio Herrero Medina, hefur lofað fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum, og hundruðum fylgjenda hans í WhatsApp spjallhópum, því að hægt sé að græða verulegar fjárhæðir á að kaupa NFT-myndtákn af honum.
„Ekki missa af þessu tækifæri. Þetta er eins og bitcoin í byrjun,“ skrifaði hann til fylgjenda sinna og hlekkjar á vefsíðu sem heitir XTrends.
Samkvæmt gjöldum sem eru innheimt fyrir að kaupa hvert tákn, hefur Sergio og þeir sem standa með honum að þessari sölu, rukkað sem nemur 742 solana-myntum, sem er rafmynt á borð við Bitcoin. Það jafngildir um 12,8 milljónum króna, miðað við gengi Solana í morgun.
„Þið vitið ekki hvað þetta opportunity er. Það eru margir í mastermindinu mínu …












































Athugasemdir