Franski spítalinn
Rislítil glæpasaga þar sem lítil hætta virðist vera á ferð.
Franski spítalinn er sjálfstætt framhald Reykjavíkur (2022) eftir glæpasagnatvíeykið Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. Lesendur endurnýja kynnin við Sunnu sem starfar nú sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hafa leyst ráðgátu fyrri bókarinnar. Sunna hefur áhuga á að afhjúpa aðra stórfrétt en er þess í stað beðin um að fara austur á land að vinna greinabálk um sjávarútvegs- og samgöngumál á landsbyggðinni. Hún fer því til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún kynnist ýmsum persónum. Þar á meðal er sagnfræðingurinn Gísli sem er að skoða áhrif franskra sjómanna á fortíð staðarins. Það er svo Gísli sem tilkynnir Sunnu að Björn, ritari bæjarstjórans, hafi fundist á franska spítalanum á Hafnarnesi þar sem hann hafði fyrirfarið sér. Er það kveikjan að frekari rannsóknum Sunnu fyrir austan.
Spítali sem er ekki spítali
Það er ekkert sem bendir til þess að um morð hafi verið að ræða en þó er Sunna fullviss um að svo sé. …














































Athugasemdir