„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Nýbyggingar við Skaftafell Bæjarstjórinn á Höfn segir að húsin séu ekki tveggja hæða og að breyting úr einni hæð í tvær hæðir, samkvæmt skilmálum í deiliskipulagi, sé aðeins tæknileg. Mynd: Spessi

„Húsin eru ekki tveggja hæða“

Hús við Skafta­fell sem áttu að vera ein hæð, sam­kvæmt skil­mál­um deili­skipu­lags, máttu síð­ar verða tvær hæð­ir. Bæj­ar­stjóri seg­ir að „ekki var um að ræða hækk­un húsa um heila hæð“.

„Ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð né breytingu á hámarkshæð bygginga,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, um breytta skilmála deiliskipulags vegna 70 húsa við þjóðgarðinn í Skaftafelli, þar sem farið var úr því að skilgreina að „húsin skulu vera á einni hæð“ yfir í „húsin skulu vera á einni til tveimur hæðum“.

Í yfirlýsingu á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar tekur Sigurjón enn sterkar til orða og hafnar því að húsin séu tveggja hæða. „Ég veit að þetta kann að virðast þannig þegar horft er á framkvæmdirnar, en húsin eru ekki tveggja hæða í hefðbundnum skilningi,“ segir hann.

„Það sem skiptir mestu máli þegar ásýnd byggðar er metin er umfang hennar og ytri stærðir – og þær breyttust ekki við skipulagsbreytingu árið 2024.“

Orð hans stangast á við upplýsingar í skýrslu sem útbúin var vegna breytingar á deiliskipulagi, sem heimila átti byggingu 35 húsa á Skaftafelli 4, sem áttu að vera sambærileg 35 húsum sem höfðu verið heimiluð á Skaftafelli 3.

Breyttir skilmálar séu aðeins tæknilegir

Sigurjón AndréssonBæjarstjórinn á Höfn segir að engar breytingar verði gerðar á ákvörðun um uppbyggingu við Skaftafell, þrátt fyrir harða gagnrýni íbúa.

Breyting á gildandi skilmálum birtist í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu frá 3. janúar 2024. Auk þess að tilgreina að húsin mættu vera á tveimur hæðum, í breyttum skilmálum, var kveðið á um að þau mættu vera allt að 64 fermetrar, en ekki 40 fermetrar, eins og áður var kveðið á um.

Þessi breyting var þó ekki tilgreind þegar deiliskipulagið var auglýst, heldur kom fram í auglýsingu að uppbygging væri „sambærileg“ og að fjölgun húsa úr 35 í 70 væri „tvöföldun á uppbyggingu“, þó svo að skilmálabreyting sem kynnt er í skýrslu Eflu fælu í sér að húsin mættu vera 60% stærri að flatarmáli og einni hæð hærri en áður var kveðið á um.

Segir ekki bætt við hæð

Sigurjón segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar að svo sé ekki.

„Ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð né breytingu á hámarkshæð bygginga,“ segir Sigurjón í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Í upphaflegum skilmálum deiliskipulags var heimilt að reisa 35 hús með 40 fermetra grunnfleti, hámarksmænishæð 6 metra frá gólfplötu og svefnlofti. Í breyttum skilmálum er hámarksgrunnflötur húsa óbreyttur. Hins vegar var kveðið á um hámarksstærð svefnlofts, allt að 24 m², til skýringar og afmörkunar. Hámarksmænishæð 6 metrar var áfram óbreytt.“

Breyttir skilmálarÍ skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um breytingu á deiliskipulagi kemur fram að hæðir húsa megi vera tvær, en ekki ein, eins og áður gilti.
Ekki tvær hæðirBæjarstjóri sveitarfélagsins sem fer með skipulagsmál við þjóðgarðinn á Skaftafelli hafnar því að húsið sé tvær hæðir „í hefðbundnum skilningi“.

Þó segir Sigurjón að hámarkshæð útveggja verið aukin úr 4,5 metrum í 6 metra. „Um er að ræða tæknilega útfærslu á skilmálum en ekki efnislega hækkun bygginga,“ segir hann.

Þá segist hann standa við að hugtökin „tvöföldun“ og „sambærileg uppbygging“ eigi við um breytinguna. Þau „vísa í þessu samhengi fyrst og fremst til fjölda húsa og landnotkunar,“ segir hann. 

Ásýnd við þjóðgarðinn gagnrýnd

Samkvæmt heimildum er víðtæk óánægja meðal íbúa á svæðinu vegna áhrifa nýbygginganna á ásýnd svæðisins, sem er við þjóðgarð á heimsminjaskrá.

Íbúi á Skaftafelli 2 ræddi við Heimildina í gær og sagði kynningu á breytingunum hafa farið fram hjá íbúum. 

Þá hafa framkvæmdirnar verið gagnrýndar víða á samfélagsmiðlum.

„Ég varð var við að það væri búið að koma upp, að ég hélt vinnuskúrum fyrir framan Skaftafell. Svo kemur í ljós að þetta á að vera einhverskonar hótel íbúðir,“ segir ljósmyndarinn Spessi.

„Þetta er hámark smekkleysunar. Hverslags omerkingar eru það sem veita leyfi fyrir þessum hroða í anddyri þjóðgarðsins?“ segir Hinrik Ólafsson leiðsögumaður á Facebook.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem gaf nýlega út skáldsöguna Jötunstein, tengda skipulagsmálum, bendir á áhrifin á tilfinninguna um víðáttu í færslu á Facebook.

„Sérkennilegt að sjá fyrirtæki í ferðaþjónustu gjörsamlega blint á þau verðmæti sem það gerir út á.“
Andri Snær Magnason

„Arctic Adventures virðast standa fyrir þeirri fráleitu framkvæmd að setja heilt þorp af smekklausum gámahúsum á landamerkin við Skaftafell og gjörbreyta allri tilfinningu fyrir víðáttu og náttúru á svæðinu. Sérkennilegt að sjá fyrirtæki í ferðaþjónustu gjörsamlega blint á þau verðmæti sem það gerir út á.“

Hann segir ummæli bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að húsin séu ekki tveggja hæða, í hefðbundnum skilningi, líklega vera ummæli ársins.

Sigurjón Andrésson hefur ekki svarað öðrum fyrirspurnum Heimildarinnar, meðal annars um hvernig samráði við Vatnajökulsþjóðgarð var háttað, sem kveðið var á um í deiliskipulagsgögnum, en þjóðgarðsvörður varaði við áhrifum húsanna á ásýnd svæðisins. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár