Karl Sigurbjörnsson biskup segir það hafa andað köldu milli sín og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra upp úr aldamótum. Fyrir því hafi verið ýmsar ástæður, allt frá gagnrýni biskups á uppgang viðskiptalífsins og stjórnvöld sem hlúðu ekki nægilega að hinum fátæku. En ekki síst eldfimrar smásögu eftir séra Örn Bárð Jónsson sem dró dilk á eftir sér.
Út er komið minningarbrot Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups, og nefnist Skrifað í sand. Veröld annast útgáfu bókarinnar en Karl lést í febrúar á síðasta ári.
Samkvæmt útgefanda fannst handritið eftir andlát hans og fylgdu því engin sérstök fyrirmæli. Var það gefið út í samstarfi við fjölskyldu Karls. Bókin er óvægin og hispurslaust uppgjör við óvenju viðburðaríkt tímabil þjóðkirkjunnar en ekki síst fróðlegt yfirlit yfir ævi biskups. Hér er fjallað um samband kirkjunnar og átök við stjórnvöld.
„Þvílík blekking!“
Aldamótin gengu …












































Athugasemdir