Ekkert varð af atkvæðagreiðslu um að vísa Ísrael úr Eurovision á fundi aðildarfyrirtækja EBU í dag. Það þýðir að ísraelska ríkissjónvarpinu verður áfram leyft að senda fulltrúa til þátttöku í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu EBU.
Á vef RÚV kemur fram að stjórn íslenska ríkisútvarpsins muni funda um þátttöku Íslands í keppninni á miðvikudag. Stjórnin hafði áður lýst þeirri afstöðu sinni að vilja meina Ísrael þátttöku í keppninni á næsta ári. Er það vegna framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum á Gaza.











































Athugasemdir