Ráðuneyti og stofnanir geta fengið meira fjármagn með því að undanskilja þriðja geirann, óhagnaðardrifin félagasamtök, við gerð fjárlaga að mati fyrrverandi þingmanns.
Samkvæmt áliti meirihluta fjárlaganefndar munu endurhæfingarstofnanirnar Ljósið, NLFÍ, Reykjalundur, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Alzheimersamtökin og Parkinsonsamtökin fá 700 milljón króna tímabundið viðbótaframlag umfram það sem sagði í fjárlagafrumvarpinu. Hafði niðurskurður til þeirra verið gagnrýndur harðlega í opinberri umræðu.
„Að mínu mati er það viljaverk að fjármagna ekki þriðja geirann af því að fjárlaganefnd stekkur alltaf inn í til þess að grípa þessa aðila,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, í færslu á Facebook. „Þannig geta ráðuneyti og stofnanir fengið meiri pening, með því að skipta ekki fjármagninu sem þeim er úthlutað inn í þriðja geirann líka.“
Lýsir hann þessu sem „hryllilega lélegri fjárlagagerð“ sem hann hafi bent á áður. „Fjárlagaferlið virkar þannig að stofnanir gera fjárhagsáætlun sem ráðuneytið safnar saman og …











































Athugasemdir