Gucci, Prada, Versace og Yves Saint Laurent eru meðal 13 lúxusvörumerkja sem grunuð eru um að hafa nýtt sér undirverktaka sem notfærðu sér kínverska verkamenn á Ítalíu, samkvæmt skjölum sem saksóknari í Mílanó birti í morgun.
Í beiðni um upplýsingar sem AFP hefur séð gaf saksóknarinn til kynna að lúxustöskur, veski og fatnaður hefðu fundist við húsleitir á ítölskum verkstæðum þar sem kínverskir verkamenn voru ráðnir á fölskum forsendum í þrælkunarvinnu.
Vörumerkin – sem eru ekki formlega til rannsóknar – voru beðin um að afhenda gögn um aðfangakeðjur sínar, svo sem innri úttektir.
Skjölin varða Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen – sem eru hluti af frönsku lúxussamsteypunni Kering – auk Givenchy, sem er hluti af franska risanum LVMH.
Í skjölunum eru einnig að finna nöfn tengd Prada Group og nýjasta vörumerki þeirra, Versace, auk Ferragamo, Pinko, Dolce & Gabbana, Missoni, Off-White, Coccinelle og íþróttavörurisans Adidas.
Saksóknarar í …












































Athugasemdir